Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Qupperneq 129
Forsaga Afríhu
sunnanverðri. í Sahara færðist Miðjarðarhafs-gróður suður á bóginn. Og
Kalahari sunnanverð varð gróðurlendi. Gresjur og kjarr-gróður færðust út.
Frumskógar á láglendi álfunnar drógust aftur á móti saman. íshellurnar á
háfjöllum Austur-Afríku munu hafa teygt sig um 3000 fet niður fyrir núver-
andi markalínur sínar. Á vindakerfinu yfir suður-hluta Afríku varð jafnframt
breyting. Yfirborð sjávar féll um jörðina alla um 350—300 fet af völdum
upphleðslu vatnsmagns í íshellum. Það mun hafa verið lægst fyrir um það
bil 20.000 árum. Hluti af landgrunni meginlandanna mun þá hafa verið byggi-
legur. í veðri tók að hlýna fyrir um 12.000 árum, en undanfarandi 60.000 ár
höfðu orðið nokkur skeið hlýviðris.
V
í Afríku, sunnan Sahara, þar sem mikil umskipti urðu á gróðri og dýralífi
af völdum veðurfarsbreytinganna, fóru áhöld úr steini að taka tíðar stakka-
skiptum en áður fyrir um það bil 60.000 árum. Gerðir áhalda úr steini urðu
fleiri og margvíslegri en áður. Hinum, sem fengu á sig fast snið, fjölgaði jafn-
framt. Þessar breytingar á gerðum áhalda úr steini benda til vaxandi getu
höfunda þeirra til að færa sér í nyt landskosti ýmiss konar. Annars staðar í
heimsbyggðinni mun hafa orðið framvinda í verkmenningu sem í Afríku.
I Afríku, þar sem gróður og dýralíf voru nær söm sem áður þrátt fyrir
veðurfarsbreytingarnar, voru áhöld unnin úr steini að sama hætti og fyrr.
Og eru þau enn flokkuð undir Acheul-gerðir. Á þeim landssvæðum, meira að
segja, sem upp úr þessum tímamótum voru byggð í fyrsta sinn, voru úr steini
unnin áhöld af Acheul-gerðum enn um árþúsund.
Á hálendi Afríku sunnanverðrar; í fjallabyggðum Basuto-lands; á hálendi
Kenýa og Eðíopíu; og á sendnum gresjum og steppum suðaustur-horns Af-
ríku hafa fundizt áhöld þau úr steini, sem við tóku af eða þróuðust upp úr
Acheul-gerðunum, en þau eru kennd við Fauresmith, bæ í Oranje-fríríkinu í
Suður-Afríku. Áhöld af Fauresmith-gerðum benda til, að höfundar þeirra
hafi haft viðurværi sitt af villibráð og jurtum ýmiss konar sem áður höfund-
ar áhaldanna af Acheul-gerðum.
Lítið eitt síðar í Afríku, þar sem veðurfar stuðlaði að samfærslu gróðurs,
graslendi, savannah-gróðri eða skógarkjarri eða öllu þessu þrenns konar
gróðurfari á einu svæði, voru unnin áhöld úr steini af nýjum gerðum, sem
kennd eru við Sangó-flóa í Uganda. Meðal þeirra fer mikið fyrir litlum húð-
skröpurum og litlum skurðarstólum og einnig all-mjög fyrir þungum skurðar-
319