Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Síða 130
Tímarit Máls og menningar
tólum og stungna. I fljótu bragði virðist áhöldum þessum svipa til snemm-
gerðra áhalda úr steini af Acheul-gerðum. Þegar að er hugað, kemur samt í
ljós, að þau hafa verið unnin að allt öðrum hætti. Sum áhalda þessara úr
steini munu hafa verið notuð til trésmíða. Áhöld úr steini af Sangó-gerðum
hafa ekki fundizt norðan marka gróðursvæðis Sahara og Sebel-steppnanna.
Þau mörk svara nokkurn veginn til fimmtándu gráðu norðlægrar breiddar.
í Norður-Afríku fóru áhöld úr steini fyrir um 60.000 árum og áfram um
25.000 ára skeið að eiga fjölmargt sammerkt með áhöldum úr steini frá
landssvæðum norðan og austan Miðjarðarhafs. Mörg eða flest áhalda þess-
ara úr steini verða flokkuð undir gerðir þær, sem kenndar eru við Le Moustier-
hellinn í Dodorgne-héraði í suðvestanverðu Frakklandi. (Áhöld þessi úr
steini af Moustier-gerðum munu hafa verið unnin með Levallois-aðferðinni,
en hún dregur nafn sitt af Levallois-Perret, einni útborga Parísar.) Elztu á-
höld úr steini af Moustier-gerðum í Norður-Afríku heyra gerðunum til full-
mótuðum. Verkmenning sú, sem þarf til vinnslu þeirra úr steini, kann þannig
að hafa borizt með fólki frá öðrum landssvæðum. Af áhöldum úr steini af
Moustier-gerðum í Norður-Afríku verða gremd staðartilbrigði á þremur
svæðum að minnsta kosti, í Núbíu, í Cyrenaica og Maghreb.
Haua Fteah-hellirinn í Cyrenaica er einn þeirra staða í Norður-Afríku, sem
á hafa fundizt áhöld úr steini af Moustier-gerðum. I hellinum eru fornar minj-
ar í samfelldum jarðlögum, sem eru um 45 feta þykk. Áhöldin úr steini af
Moustier-gerðum í hellinum munu vera um 49.000—40.000 ára gömul. Þau
eru mjög áþekk áhöldum úr steini af Moustier-gerðum, bæði í Maghreb og í
Palestínu. — í mörgum hellum á ströndum Alsír hafa fundizt áhöld úr steini
af Moustier-gerðum. Hellana hefur sjór grafið, þegar yfirborð hans stóð sem
hæst. Á síðasta skeiðinu milli ísalda byggðu þá veiðimenn, sem gerðu sér
áhöldin. — Á Maghreb-svæðinu, allt frá norður-mörkum Sahara til stranda
Atlantshafs, hafa fundizt áhöld úr steini af Moustier-gerðum.
í Afríku, fyrir áhrif þessara all-tíðu breytinga á gerðum áhalda úr steini,
sem hófust fyrir um 60.000 árum, breyttu þau mjög um svip á næstu 25.000
árum. Fyrir um 35.000 árum var svo komið, að áhöld úr steini voru í álfunni
gerð af hagleik og jafnvel listfengi. Og voru þau til margra hluta nytsamleg.
Um það leyti munu fyrstu myndirnar hafa verið málaðar eða höggnar á veggi.
Einnig um það leyti, fyrir um 35.000 árum, munu hafa verið gerð einföld
hljóðfæri. Af þessum sökum eru getur að því leiddar, að maðurinn hafi verið
vel talandi, þegar liðið var fram undir þessi tímamót, sem talin eru marka
lok steinaldar hinnar fornu í Afríku.
320