Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Síða 131
Forsaga Afríku
VI
í Afríku eru elztu minjar um nútíma-manninn, homo sapiens, af fomum
kynþáttum, Neanderthalsmanninum og Rhodesíumanninum, sem báðir voru
brúnaþungir og kjálkabreiðir, þótt beinagrindur þeirra, utan böfuðkúpan,
séu nauðalíkar beinagrindum samtíðarmanna.
Elztu minjarnar í Afríku um Neanderthalsmanninn, homo sapiens neander-
thalensis, eru tvö steinrunnin brot úr kjálka frá Haua Fteah-helli í Cyrenaica;
tvær steinrunnar höfuðkúpur úr belli í Marokkó, Jebel Irboud; og brot úr
kjálka frá helli í austanverðri Eðíópíu, Dire Dawa, í Haua Fteah-helli voru
fast við kjálkabrotin áhöld úr steini af Moustier-gerðum, (en þau eru um
49.000—40.000 ára gömul, eins og að hefur verið vikið).
Elztu minjarnar í Afríku um Rhodesíumanninn, homo sapiens rhodesiensis,
hafa fundizt í álfunni austanverðri frá Eyassi-vatni (og í Olduvai-gili(?)) í
Tanzaníu allt til Saldanha-flóa í Suður-Afríku. Á Broken Hill í Zarubíu hefur
fundizt í námu nær heil höfuðkúpa ásamt mjaðmagrind og nokkrum beinum
úr útlimum. Fast við beinin voru áhöld úr steini af Sangó-gerðum og nokkur
áhöld úr beini. Augnabrúnir höfuðkúpunnar eru miklar og andlitsbein hennar
stórgerð, en önnur beinanna eru áþekk beinum úr samtíðarmönnum. Við
Elandsfontein við Saldanha-flóa í Suður-Afríku hafa fundizt hvirfilbein úr
höfuðkúpu ásamt áhöldum úr steini, sem falla fremur undir Acheul-gerðir en
Fauresmith-gerðir. Áhöld þessi úr steini eru 60.000—40.000 ára gömul, (ef
um þau gildir aldursákvörðun hliðstæðra áhalda frá Kalombo-fossum).
í Afríku hafa elztu höfuðkúpurnar eða beinin úr höfuðkúpum með svip-
móti samtíðarmanna að öllu leyti fundizt, í fyrsta lagi, við farveg árinnar
Omo, sem fellur í Rudolph-vatn, og, í öðru lagi, við Viktoríuvatn. Við farveg
Omo-ár hafa fundizt tvær höfuðkúpur, báðar án andlitsbeina, og brot úr
hinni þriðju, (en ásamt fyrri höfuðkúpunni fundust nokkur önnur bein).
Fyrri höfuðkúpan úr farvegi Omo-ár er hærri og breiðari en hin síðari. En
hnakkabein fyrri höfuðkúpunnar eru hvelfd og hökubein hennar er veilagað.
Á hinni síðari mótar fyrir brúnum og vöðvastæðum, og öll er hún ramm-
gerðari en hin fyrri. (Þótt síðari höfuðkúpan beri í meginatriðum svip horno
sapiens, svipar hermi jafnframt að ýmsu ieyti til höfuðkúpna af homo erectus
og jafnvel til höfuðkúpna af australopithecus africanus frá Broken Hiil í
Zambíu). — Brotin úr höfuðkúpu, sem fundust í Kanjera við Kavirondo-flóa
í Viktoría-vatni, benda til, að hún hafi verið svipuð höfuðkúpum samtíðar-
21TMM
321