Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Qupperneq 134
Tímarit Máls og menningar
IX
í Norður-Afríku, fyrir um það bil 15.000 árum eða litlu síðar, var tekið að
gera ýmiss konar litla muni úr steini, svo sem blöð í hnífa og sagir, gadda og
tinda á lensur, odda á skutla eða spjót og, að getið er til, á örvar. Munir þess-
ir hafa all-löngu síðar verið unnir úr steini í Mið-Afríku sunnanverðri. Á
þeim landssvæðum koma þeir í ljós í jarðlögum frá því um 10.000—8.000 f.
Kr. í Suður-Afríku, við Matjies-á, hafa þeir fundizt í jarðlögum allt frá 9.000
f. Kr., sums staðar innan um áhöld úr steini af Smithfield-gerðum, sem kennd
eru við bæinn Smithfield í Oranje-fríríkinu, en í grennd við þau hafa oft
fundizt hellnamyndir.
Ályktun sú, að sumir þessara litlu odda úr steini séu af örvum, er dregin af
nokkrum ummerkjum. Meðal þeirra eru beinagrindur allmargra vopndauðra
manna, sem grafnir voru í einni gröf í Jebel Sahaba í Núbíu 12.000—
10.000 árum f. Kr . Á beinagrindunum eru áverkar eftir örsmáa odda eða
tinda úr steini. Inn á milli beina einnar grindarinnar voru að minnsta kosti
110 slíkir oddar eða broddar úr steini, og tveir þeirra voru fastir í höfuð-
kúpunni. Oddar úr steini voru einnig áfastir við bein fimm annarra. Oddar
þessir úr steini virðast fremur vera oddar af örvum en skutlum.
Elztu minjar um boga eru hins vegar frá Norður-Þýzkalandi, og eru þær frá
9. árþúsundi f. Kr. t Sahara eru myndir af veiðimönnum með boga, höggnar
eða málaðar í kletta, frá 6. árþúsundi f. Kr. í Zambíu hefur fundizt hluti úr
bogstaf frá 3. árþúsundi f. Kr.
X
í Norður-Afríku, á lokaskeiði pleistocene-jarðsöguskeiðsins, viku áhöld úr
steini af Ater-gerðum og Dabba fyrir öðrum, sem ekki munu hafa upp úr
þeim þróazt og sem kennd eru við borgina Oran í Alsír. í Cyrenaica og litlu
síðar í Maghreb koma áhöld þessi úr steini skyndilega í ljós í jarðlögum. Þau
eru alla jafna smá. Og sum þeirra eru sem hálf-máni í lögun. í Asíu suðvestan-
verðri voru gerð áhöld úr steini áþekk þeim síðla á ofanverðu pleistocene-
jarðsöguskeiðinu. Verkkunnáttan að baki þeim mun einnig hafa getað borizt
frá Iberíu-skaga. Áhöldin af Oran-gerðum hafa verið imnin úr steini fyrir
12.000—10.000 árum.
í Cyrenaica viku áhöld úr steini af Oran-gerðum fyrir áhöldum úr steini
af gerðum, sem kenndar eru við Caspa-vin í Tunis. Einn staða þeirra, sem
áhöld þessi hafa á fundizt, er Haua Fteah-hellir í Cyrenaica. Á mörgum þeirra
324