Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Blaðsíða 137
Forsaga Afríku.
benda til. —- Á fyrsta árþúsundi f. Kr. munu skógar einnig hafa verið ruddir
í Angóla norðaustanverðu. Á því skeiði mun þar í árfarvegum hafa hafizt
upphleðsla sands. Sandinn mun hafa blásið upp af akurlendi, sem rutt hefur
verið í skógum. Og síðan hafa lækir borið sandinn ofan úr hlíðum.
Útbreiðsla landbúnaðar í Afríku norðaustanverðri kann að nokkru leyti að
verða rakin til fólksflutninga. í Eðíópíu, á hásléttunni í landinu austanverðu,
hafa fundizt minjar um bændur, sem bjuggu í litlum þorpum og sem notuðu
nokkur áhöld úr kopar. Þær eru áþekkar minjum um hirðingja, sem fluttust
til Núbíu vestan úr eyðimörkinni um 2.500 f. Kr. Klettamyndir frá Eðíópíu
austanverðri og Sómalíu benda jafnframt til, að bændur þessir hafi komið
frá Líbýu með hjarðir langhyrndra nautgripa.
Undir lok fyrsta árþúsunds f. Kr. eða jafnvel litlu fyrr byggðu sigdalinn
mikla í Austur-Afríku fólk af afríkanska Miðjarðarhafskyninu. Það mun hafa
haft framfæri sitt að nokkru leyti af kvikfjárhaldi. Grafsiðir þess og stein-
ker eru áþekk grafsiðum og steinkerum frá Súdan. í samræmi við gamla
hefð í steinsmíðum á þessu landssvæði eru hins vegar langblöðungar úr ob-
sidian og lítil áhöld og munir úr steini, sem fólk þetta gerði sér. Áhöld þau
benda til, að það hafi enn haft viðurværi sitt að all-miklu leyti af veiðum.
Fólk þetta byggði hálendi Kenýa fram á miðja 16. öld, þegar þangað fluttust
negrar, sem kunnu til járnvinnslu.
Byggðir fólks af afríkanska Miðjarðarhafskyninu mynduðu fleyg á milli
landssvæða veiðimanna og fæðusafnara. Ekki mun þó hafa verið um að
ræða tilflutninga herraþjóðar suður í álfuna, eins og hametískar arfsagnir
herma. í Tanzaníu tala enn nokkrir ættflokkar á kúsjíska tungu. Fólk þetta
hefur haldið langt suður þurrlendið, sem skilur á milli álfunnar austan-
verðrar. Upphaflega kunna að hafa borizt með því sauðfé og hinir lang-
höfða nautgripir í Kalahari-eyðimörkinni suðvestanverðri.
XIII
í Afríku, sunnan Sahara, eru elztu minjar um málmbræðslu frá Nígeríu, af
svæðinu á milli fljótanna Niger og Benue, frá miðju fyrsta árþúsundi f. Kr.
Þá bjuggu þar negrar, sem höfðu með sér menningu, sem kennd er við Nok.
Árin 500 f. Kr.—200 e. Kr. munu hafa verið megin-skeið Nok-menningar-
innar. Norðan þessa var annað menningarsvæði. Minjar um það hafa verið
upp grafnar við Yelwa, við stíflu í Niger-fljóti. Árin 100—400 munu hafa
verið meginskeið þeirrar menningar. Um það leyti voru byggðarlög orðin
327