Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 146

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 146
Tímarit Máls og menningar búa í landi þar sem inngangurinn að hel- víti var staðsettur og þar sem erlendir höf- undar töldu auk þess vera ýmis önnur augu niður í þann auma stað, auk allra djöfl- anna, sem voru á sveimi umhverfis svo ó- hugnanlegan stað. Fullyrðingar erlendra höfunda um staðsetningu kvalastaðarins hérlendis hafa vafalaust verið ein megin- forsenda þess, að Oddur Einarsson tók sér fyrir hendur að setja saman íslandslýsingu sína, sem nú hefur verið gefin út,1 og ein- mitt veturinn áður en hann er vígður bisk- up, eins og Jakob Benediktsson getur í for- mála að ritinu. Það var ekki sérlega skemmtilegt fyrir tilvonandi biskup í Skál- holti að búa í næsta nágrenni við helvíti, sem ýmsir erlendir höfundar álitu ótvírætt vera í Heklufjalli. Oddur hafnar kenningum lærðra manna samtímans um eldgos sem yfirnáttúrleg fyrirbæri og skýrir þau á annan hátt og þar með fellir hann þær stoð- ir, sem höfundar reistu á kenninguna um helvíti undir Heklufjalli. „Fyrir mér getur hver sem vill leitað sér og sínum helvítis hjá oss, en hitt verða menn að afsaka, þó ég haldi mér sem lengst frá því að forvitn- ast um svo órannsakanlega og óumræðilega 1 Oddur Einarsson: Islandslýsing. Qua- liscunque descriptio Islandiae. Sveinn Páls- son sneri á íslenzku. Bókaútgáfa Menning- arsjóðs 1971. 164 bls. hluti ...“ Sðan vitnar hann í orð heilags Chrysostomusar um að „spurningin er ekki, hvar það (helvíti) gæti verið, heldur miklu fremur, með hverjum hætti megi forðast það“. Biskup hrekur aðrar staðlausar fullyrð- ingar erlendra höfunda, svo sem um und- arlegt mataræði og húsakynni og lýsir jafn- framt lifnaðarháttum landsmanna og kjör- um, náttúrufari og menningu svo að rit hans verður „elzta þjóðháttalýsing okkar og undirstöðuheimild á mörgum sviðum" eins og segir í formála J. B. jafnvel þótt biskup hafi ekki gengið frá ritinu til út- gáfu, vegna þess að Arngrímur lærði, sem tók að svara lastaskrifum um landsmenn í Brevis commentarius sem kom út 1593, tók ómakið af Oddi. Gísli biskup Oddsson not- aði rit föður síns í „Um undur Islands" og bætti nokkru við. Rit Odds er ekki heilt og lá í handriti, þar til það var gefið út á því máli, sem það var skrifað á, latínu, ár- ið 1928 í Hamborg, en eðlilega hefur Odd- ur sett það saman á alþjóðlegu máli lærðra manna í þann tíð. Ritið er þýtt mjög laglega af Sveini Pálssyni og eru fyrir því Formáli Jakobs Benediktssonar og Nokkur orð um íslands- lýsingu eftir Sigurð Þórarinsson. Myndir fylgja, uppdregnar af Guðrúnu Svövu Svav- arsdóttur. Siglaugur Brynleifsson. 336
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.