Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Qupperneq 146
Tímarit Máls og menningar
búa í landi þar sem inngangurinn að hel-
víti var staðsettur og þar sem erlendir höf-
undar töldu auk þess vera ýmis önnur augu
niður í þann auma stað, auk allra djöfl-
anna, sem voru á sveimi umhverfis svo ó-
hugnanlegan stað. Fullyrðingar erlendra
höfunda um staðsetningu kvalastaðarins
hérlendis hafa vafalaust verið ein megin-
forsenda þess, að Oddur Einarsson tók sér
fyrir hendur að setja saman íslandslýsingu
sína, sem nú hefur verið gefin út,1 og ein-
mitt veturinn áður en hann er vígður bisk-
up, eins og Jakob Benediktsson getur í for-
mála að ritinu. Það var ekki sérlega
skemmtilegt fyrir tilvonandi biskup í Skál-
holti að búa í næsta nágrenni við helvíti,
sem ýmsir erlendir höfundar álitu ótvírætt
vera í Heklufjalli. Oddur hafnar kenningum
lærðra manna samtímans um eldgos sem
yfirnáttúrleg fyrirbæri og skýrir þau á
annan hátt og þar með fellir hann þær stoð-
ir, sem höfundar reistu á kenninguna um
helvíti undir Heklufjalli. „Fyrir mér getur
hver sem vill leitað sér og sínum helvítis
hjá oss, en hitt verða menn að afsaka, þó
ég haldi mér sem lengst frá því að forvitn-
ast um svo órannsakanlega og óumræðilega
1 Oddur Einarsson: Islandslýsing. Qua-
liscunque descriptio Islandiae. Sveinn Páls-
son sneri á íslenzku. Bókaútgáfa Menning-
arsjóðs 1971. 164 bls.
hluti ...“ Sðan vitnar hann í orð heilags
Chrysostomusar um að „spurningin er ekki,
hvar það (helvíti) gæti verið, heldur miklu
fremur, með hverjum hætti megi forðast
það“.
Biskup hrekur aðrar staðlausar fullyrð-
ingar erlendra höfunda, svo sem um und-
arlegt mataræði og húsakynni og lýsir jafn-
framt lifnaðarháttum landsmanna og kjör-
um, náttúrufari og menningu svo að rit
hans verður „elzta þjóðháttalýsing okkar
og undirstöðuheimild á mörgum sviðum"
eins og segir í formála J. B. jafnvel þótt
biskup hafi ekki gengið frá ritinu til út-
gáfu, vegna þess að Arngrímur lærði, sem
tók að svara lastaskrifum um landsmenn í
Brevis commentarius sem kom út 1593, tók
ómakið af Oddi. Gísli biskup Oddsson not-
aði rit föður síns í „Um undur Islands"
og bætti nokkru við. Rit Odds er ekki heilt
og lá í handriti, þar til það var gefið út á
því máli, sem það var skrifað á, latínu, ár-
ið 1928 í Hamborg, en eðlilega hefur Odd-
ur sett það saman á alþjóðlegu máli lærðra
manna í þann tíð.
Ritið er þýtt mjög laglega af Sveini
Pálssyni og eru fyrir því Formáli Jakobs
Benediktssonar og Nokkur orð um íslands-
lýsingu eftir Sigurð Þórarinsson. Myndir
fylgja, uppdregnar af Guðrúnu Svövu Svav-
arsdóttur.
Siglaugur Brynleifsson.
336