Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 7
Sverrir Kristjánsson
Kreppan og valdið
Ræða flutt á samkomu íslendinga í Ósló 1. des. 1975
Góðir landar.
Mér þykir það ekki nema sjálfsögð kurteisi að hefja mál mitt á því að
þakka fyrir mig. — Þakka stjórn íslenzkra stúdenta og námsmanna í Ósló
fyrir að bjóða mér hingað að taka þátt í 1. desembergleði ykkar. Við Is-
lendingar erum að því leyti fremri öðrum þjóðum að við eigum okkur tvo
þjóðhátíðardaga og fögnum fullveldi þjóðar okkar í hvorutveggja skiptið.
1. desember 1918 og 17. júní 1944.
Eg er nú svo gamall orðinn að ég var tíu vetra 1. desember 1918. Eg
var þá kominn á þann aldur að ég mætti muna vel þann dag. En svo er
þó ekki. Hann er hulinn í minni mínu undarlegu mistri. Vera má að nokkru
valdi þar um að þessi dagur var sveipaður svörm. Yfir vöggu hans svifu
dökkleitar fylgjur sem slegizt hafa í förina með sögu Islendinga síðan
landið byggðist, innlent eldgos og erlend drepsótt. En síðar á ævinni hefur
1. desember jafnan verið í vimnd minni fullveldisdagurinn í sögu Islands
og mér hefur þótt hann tilkomumeiri en sá er síðar kom og við gumum
jafnan mikið af, 17. júní 1944. Hvers vegna? Eg hygg vegna þess, að
þessir fullveldisdagar okkar urðu til hvor með sínum hætti. 1. desember
1918 var árangur langrar baráttu, pólitískra markmiða, sem við höfðum
stefnt að allt frá því þjóðfundi okkar var hleypt upp sumarið 1851. Við
fengum þá verklaun okkar greidd að kveldi eftir langan vinnudag.
Okkur er það oft tamt Islendingum að miklast af sjálfstæðisbarátm
okkar og þeim sigri er unninn var 1918. Margar aðrar þjóðir höfðu á
sama tímabili og við, frá miðri 19. öld og fram til loka fyrri heimsstyrj-
aldarinnar, háð baráttu fyrir frelsi sínu og sjálfstæði, lagt í sölurnar bæði
mannslíf og eignir, fallnar þjóðhetjur höfðu varðað veg þeirra til frelsis.
Við Islendingar gemm ekki hrósað okkur af slíkum fórnum. Frelsisbar-
átta okkar var mannskaðalaus. Kannski erum við Islendingar ekki gerðir
úr því efni, sem drottinn býr til úr píslarvotta. Við höfum aldrei verið
101