Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Síða 8
Tímarit Máls og menningar
neinir írar, þótt við reynum stundum að rekja ti! þeirra frændsemi. Þjóð-
frelsisbaráttu okkar skortir með öllu hina feiknlegu dramatísku dráttu
írskrar sögu. En okkur tókst samt að ná því marki sem við stefndum að
eftir hálfgerða pólitíska eyðimerkurgöngu í um það bil 70 ár. Og við náð-
um þessu marki á þeirri smndu er Evrópa var löðrandi í blóði. Um það
leyti er fulltrúar Islendinga og Dana voru að semja um réttarstöðu Islands,
fyrra hluta júlímánaðar 1918 var það bæði grunur og vissa flestra að til
úrslita væri að draga í heimsstyrjöldinni á annan hvorn veginn. Allt frá
vordögum ársins 1918 hafði þýzki herinn háð linnulausa sókn í vesmrátt.
Þetta var síðasta teningskast Ludendorfs hershöfðingja, ef það brást þá var
ósigur Þjóðverja vís. En hvor aðilinn sem sigra mundi, þá var vitað að
friðargerð yrði samin að lokinni styrjöld. Það yrði höndlað, kaupsýslað og
prúttað um þjóðir og þjóðabrot og um landamæri. Islenzku stjórnmálamenn-
irnir sem sátu þessar júlívikur að samningum við fulltrúa Dana ótmðust
það allra mest, að á evrópskum friðarfundi yrði Island notað sem pólitísk
skiptimynt, ef það væri áfram óaðskiljanlegur hluti Danaveldis, svo sem
það var lögum samkvæmt. Því var það að íslenzku samningamennimir
hvikuðu ekki frá tveimur sáttmálaákvæðum: að Island væri fortakslaust
viðurkennt fullvalda ríki og í annan stað var Danastjórn falið að tilkynna
það öllum ríkjum, að Island væri hlutlaust ríki án hers og flota og tæki
því ekki þátt í neinum hernaðarbandalögum. Þessi tvö ákvæði voru megin-
kjarni sáttmálans 1. desember 1918. Með þessum ákvæðum var allt það
gert sem í mannlegu valdi stóð til þess að losa Island við erlenda íhlutun
og standa víðs fjarri hverri þeirri landaskipan sem sigurvegurunum dytti
í hug að koma á laggirnar. Hlutleysið var tannfé hins íslenzka fullvalda
ríkis, staðreynd sem verður ekki þöguð í hel né að engu gerð með skýr-
ingum og lögkrókum, enda þótt orðið sjálft sé nærri því talið til klámbók-
mennta í því pólitíska dýraríki, sem nú gegnir nafninu lýðveldið Island.
Sáttmálinn frá 1918 var svo haglegur að allri gerð, að hann gaf Islend-
ingum kost á að auka valdsvið sitt innan vissra tímamarka og það sem ekki
skipti minnstu máli: þeir gátu sagt sáttmálanum upp. Þetta var gert sem
kunnugt er með lýðveldisstofnuninni 1944. En þetta var í rauninni létt
verk og löðurmannlegt; við vorum í náðinni hjá stórveldum þeim, sem
höfðu ýmist hernumið okkur eða samið við okkur um tímabundna hern-
aðaraðstöðu á Islandi: þau klöppuðu okkur á kollinn og klóruðu okkur
undir hökunni and we were good guys og hlumm blessun guðs og manna
þegar við gengum að stofnun íslenzka lýðveldisins. Þetta var sjálfsagður
102