Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Qupperneq 9

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Qupperneq 9
Kreppan og valdið og auSveldur hlutur, áreynslulaust afrek. Það var fyrir þessar sakir að ég setti í upphafi máls míns 1. desember 1918 skör hærra en 17. júní 1944. Barátta Islendinga fyrir sjálfstæði, er lauk um smnd farsællega 1918 var ein grein á meiði þjóðfrelsishreyfingar sem barst víða um Evrópu á 19. öld. Svo sem nafnið greinir var hreyfingin þjóðerniskennd og frjáls- lynd í senn, fól í sér þjóðarsjálfstæði og mannréttindi einstaklingsins. A Islandi var þessi hreyfing með dálítið sérstæðu sniði, svo sem margt ann- að í íslenzkri sögu. Þjóðfrelsishreyfing Evrópu var nátengd sókn borgara- stéttar, sem seildist til meiri valda og áhrifa í þjóðfélagi, sem lotið hafði stjórn einvaldra þjóðhöfðingja, aðalborinna landsdrottna og þjálfaðra emb- ættismanna af tignum og ótignum toga. En hvar var að finna innlenda íslenzka borgarastétt? Hún var hreinlega ekki til. Ef brugðið er smásjá á þjóðfélagsgerð íslands á 19- öld þá má að vísu greina einstaka borgara, en svo fáliðaða að ekki er hægt að kalla þá stétt, þessutan voru þeir svo til allir danskir og sama máli gegndi um verzlunarþjónana. Ef fylgt er stétta- skiptingu manntalanna frá upphafi 19. aldar fram á síðusta áramgi hennar þá eru Islendingar sennilega ómengaðasta sveitamannaþjóð í allri Evrópu. Innan þessarar þjóðar er vinnumannastéttin fjölmennust, og svo sem að líkum læmr veit sagnfræði okkar minnst um hana. Samkvæmt fornum ís- lenzkum lögum, jafngömlum Jónsbók, skyldi hver maður sem ekki átti bú vista sig sem vinnuhjú hjá bændum, venjulega í ársvist frá fardögum til fardaga. En inn í þetta lagsniðna þjóðfélag bænda og vinnuhjúa hafði smokrað sér stétt frjálsra vinnandi manna — lausamennirnir, frjálsir vinnandi menn, er flökkuðu um landið og buðu vinnu sína, en vom ekki vistarskyld hjú. Þessir lausamenn voru hundeltir um aldir af stórbændum og valdsmönnum landsins, unz stéttin var bönnuð með lögum undir lok 18. aldar. En hún lifði á laun alla 19. öld og var refsingin við lausa- mennskubrotinu hvorki meira né minna en húðlát. Slík var stéttaskiptingin á Islandi á þeirri öld, sem kennd er við þjóðarvakningu, öld Baldvins Ein- arssonar, Fjölnismanna og Jóns Sigurðssonar. Það er engin furða þótt spurt sé: hvernig mátti vekja þjóðfrelsishreyf- ingu í evrópskum skilningi í svo járnbentu bænda- og sveitamanna-þjóð- félagi, sem átti sér enga borgarastétt? Auk þess var ekki því að heilsa að íslenzkir bændur byggju í þorpum að hætti evrópskra stéttarbræðra sinna, tamdir við forna samvinnu á akri, engi og í skógi. A Islandi hokraði hver maður út af fyrir sig í strjálbýlinu. Það hlaut að verða æði torvelt að skipu- leggja þessa þjóð til baráttu að sameiginlegu pólitísku markmiði. Og hvert 103
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.