Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Side 10
Tímarit Máls og menningar
átti að sækja forustuliðið í þessa baráttu? Þjóðfrelsisforingjar Evrópu voru
sem kunnugt er flestir úr hinni menntuðu borgarastétt, háskólaborgarar.
Pólitískir forustumenn Islendinga voru að sjálfsögðu flestir af bændum
komnir, sveitamenn sem höfðu tognað við orfið og árina, munurinn á
þeim og uppruna þeirra í rauninni enginn annar en latína í Bessastaða-
skóla og Lærða skólanum í Reykjavík og ýtti mátulega undir þótta þeirra
án þess að þeir yrðu haldnir þeim stríða menntamannahroka, sem ein-
kenndi svo mjög hið frjálslynda forustulið Danmerkur gagnvart vinnandi
aiþýðu.
Þegar litið er á hið íslenzka bændaþjóðfélag 19. aldar frá svokölluðu
andlegu sjónarmiði og maður reynir að forvitnast um hvaða hræringar
bærðust í brjóstum íslenzkra sveitamanna þá verður erfitt um svör. Það
verður ekki vart á Islandi neinna bændahreyfinga á borð við þær, sem
kenndar eru við Hauge í Noregi eða Grundtvig í Danmörku, trúrænar
hræringar, sem höfðu að geyma félagslegar uppreisnartilfinningar og lág-
stéttarbeiskju. I þessum efnum gætti helzt nokkurs skaphita hjá íslenzkum
bændum er þeir gengu til drottins borðs og þótti messuvínið nokkuð vatns-
borið. Þá var ekki að sökum að spyrja: pennafær maður tvíhenti fjöður-
stafinn og sendi kvörtunarbréf undirskrifað af sóknarbörnunum til kon-
ungs og kansellís og þess krafizt að náðarmeðali kaleiksins væri útdeilt
hreinu og kláru.
Því fór þó fjarri að þjóðfrelsisbarátta okkar á 19. öld hafi verið snauð
að hugmyndafræðilegum kenningum, fræðilegum útlistunum. Þegar Jón
Sigurðsson sendi heim til Islands með vorskipum ritgerð sína Hugvekju
til Islendinga, er hann birti í Nýjum félagsritum var sem tundursprengju
hefði verið varpað að okkar þungsvæfa bændaþjóðfélagi. Þar túlkaði Jón
Sigurðsson stjórnmálakröfur þjóðarinnar sem sögulegan rétt, söguleg
lagaákvæði skjalfest í Gamla sáttmála, sígild íslenzk réttindi, þótt þróun
aldanna hefði þverbrotið samningsákvæðin. Nú loksins skildu íslenzkir
bændur hvað um var að vera. Sjálfstæði Islands var ekki lengur fróm ósk,
þegnsamlegast bænakvak, heldur réttur vor. Þessi túlkun Jóns Sigurðsson-
ar var í raun og veru grundvöllur sjálfstæðisbaráttu okkar allt fram til
þess er hinn nýi sáttmáli Dana og Islendinga gekk í gildi 1. desember
1918. Islenzkir bændur virðast hafa verið fæddir lögfræðingar með mála-
þrasið í blóðinu. Þeir gátu legið í landaþrærnmálum árum saman út af
eignarrétti á einni hundaþúfu og ekki linnt látum fyrr en þessi hundaþúfa
104