Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Síða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Síða 10
Tímarit Máls og menningar átti að sækja forustuliðið í þessa baráttu? Þjóðfrelsisforingjar Evrópu voru sem kunnugt er flestir úr hinni menntuðu borgarastétt, háskólaborgarar. Pólitískir forustumenn Islendinga voru að sjálfsögðu flestir af bændum komnir, sveitamenn sem höfðu tognað við orfið og árina, munurinn á þeim og uppruna þeirra í rauninni enginn annar en latína í Bessastaða- skóla og Lærða skólanum í Reykjavík og ýtti mátulega undir þótta þeirra án þess að þeir yrðu haldnir þeim stríða menntamannahroka, sem ein- kenndi svo mjög hið frjálslynda forustulið Danmerkur gagnvart vinnandi aiþýðu. Þegar litið er á hið íslenzka bændaþjóðfélag 19. aldar frá svokölluðu andlegu sjónarmiði og maður reynir að forvitnast um hvaða hræringar bærðust í brjóstum íslenzkra sveitamanna þá verður erfitt um svör. Það verður ekki vart á Islandi neinna bændahreyfinga á borð við þær, sem kenndar eru við Hauge í Noregi eða Grundtvig í Danmörku, trúrænar hræringar, sem höfðu að geyma félagslegar uppreisnartilfinningar og lág- stéttarbeiskju. I þessum efnum gætti helzt nokkurs skaphita hjá íslenzkum bændum er þeir gengu til drottins borðs og þótti messuvínið nokkuð vatns- borið. Þá var ekki að sökum að spyrja: pennafær maður tvíhenti fjöður- stafinn og sendi kvörtunarbréf undirskrifað af sóknarbörnunum til kon- ungs og kansellís og þess krafizt að náðarmeðali kaleiksins væri útdeilt hreinu og kláru. Því fór þó fjarri að þjóðfrelsisbarátta okkar á 19. öld hafi verið snauð að hugmyndafræðilegum kenningum, fræðilegum útlistunum. Þegar Jón Sigurðsson sendi heim til Islands með vorskipum ritgerð sína Hugvekju til Islendinga, er hann birti í Nýjum félagsritum var sem tundursprengju hefði verið varpað að okkar þungsvæfa bændaþjóðfélagi. Þar túlkaði Jón Sigurðsson stjórnmálakröfur þjóðarinnar sem sögulegan rétt, söguleg lagaákvæði skjalfest í Gamla sáttmála, sígild íslenzk réttindi, þótt þróun aldanna hefði þverbrotið samningsákvæðin. Nú loksins skildu íslenzkir bændur hvað um var að vera. Sjálfstæði Islands var ekki lengur fróm ósk, þegnsamlegast bænakvak, heldur réttur vor. Þessi túlkun Jóns Sigurðsson- ar var í raun og veru grundvöllur sjálfstæðisbaráttu okkar allt fram til þess er hinn nýi sáttmáli Dana og Islendinga gekk í gildi 1. desember 1918. Islenzkir bændur virðast hafa verið fæddir lögfræðingar með mála- þrasið í blóðinu. Þeir gátu legið í landaþrærnmálum árum saman út af eignarrétti á einni hundaþúfu og ekki linnt látum fyrr en þessi hundaþúfa 104
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.