Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Side 20
Jan Kott:
Shakespeare á meðal vor
Vélin Mikla
Hvað þá? Þið glúpnið! eruð allir hræddir?
Æ, ekki verður mennskum mönnum láð...
(Ríkarður þriðji, I, 2)
I
Ekki þarf annað en lesa vandlega persónuskrána í Ríkarði þriðja til að
sjá hvers konar efni Shakespeare valdi úr sjóði sögunnar í því skyni að
bregða ljósi á sína eigin öld og skipa á leiksviðið mönnum sinnar samtíðar.
Þessi leikur er eitt af fyrstu verkum hans, og í honum, eða öllu heldur í
sögulegum efnivið hans, má þegar sjá móta fyrir öllum harmleikjunum
miklu, sem síðar komu, Hamlet, Makbeð og Lé konungi. Hver sem vill
skoða veröld Shakespeares í ljósi veruleikans, ætti að hefja lestur leikrit-
anna á söguleikjunum, sérstaklega Rikarði öðrum og Ríkarði þriðja.
Lítum fyrst á persónuskrána:
Játvarður konungur fjórði — rak frá völdum síðasta konung Lanköstr-
unga, Hinrik sjötta, og varpaði honum í dýflissu í Turnkastala, þar sem
bræður Játvarðar, hertogarnir af Glostri og Klarens, réðu honum bana.
Fáeinum mánuðum áður hafði Ríkarður greitt einkasyni Hinriks sjötta
banahögg í orusmnni hjá Teigsborg.
Játvarður Bretaprins, sonur Játvarðar fjórða, síðar Játvarður konungur
fimmti, — myrtur í Turnkastala, að boði Ríkarðs, tólf vetra.
Ríkarður, hertogi af Jórvík, annar sonur Játvarðar fjórða, myrtur í
Turnkastala, að boði Ríkarðs, tíu vetra.
Georg, hertogi af Klarens, bróðir Játvarðar fjórða — myrtur í þessum
sama skuggalega kastala, að boði Ríkarðs.
Sonur hertogans af Klarens — Ríkarður varpar honum í fangelsi þegar
eftir krýningu sína.
Dóttir hertogans af Klarens — hún er á barnsaldri neydd til að giftast
alþýðumanni, svo að hún geti ekki alið konunga.
114