Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 20
Jan Kott: Shakespeare á meðal vor Vélin Mikla Hvað þá? Þið glúpnið! eruð allir hræddir? Æ, ekki verður mennskum mönnum láð... (Ríkarður þriðji, I, 2) I Ekki þarf annað en lesa vandlega persónuskrána í Ríkarði þriðja til að sjá hvers konar efni Shakespeare valdi úr sjóði sögunnar í því skyni að bregða ljósi á sína eigin öld og skipa á leiksviðið mönnum sinnar samtíðar. Þessi leikur er eitt af fyrstu verkum hans, og í honum, eða öllu heldur í sögulegum efnivið hans, má þegar sjá móta fyrir öllum harmleikjunum miklu, sem síðar komu, Hamlet, Makbeð og Lé konungi. Hver sem vill skoða veröld Shakespeares í ljósi veruleikans, ætti að hefja lestur leikrit- anna á söguleikjunum, sérstaklega Rikarði öðrum og Ríkarði þriðja. Lítum fyrst á persónuskrána: Játvarður konungur fjórði — rak frá völdum síðasta konung Lanköstr- unga, Hinrik sjötta, og varpaði honum í dýflissu í Turnkastala, þar sem bræður Játvarðar, hertogarnir af Glostri og Klarens, réðu honum bana. Fáeinum mánuðum áður hafði Ríkarður greitt einkasyni Hinriks sjötta banahögg í orusmnni hjá Teigsborg. Játvarður Bretaprins, sonur Játvarðar fjórða, síðar Játvarður konungur fimmti, — myrtur í Turnkastala, að boði Ríkarðs, tólf vetra. Ríkarður, hertogi af Jórvík, annar sonur Játvarðar fjórða, myrtur í Turnkastala, að boði Ríkarðs, tíu vetra. Georg, hertogi af Klarens, bróðir Játvarðar fjórða — myrtur í þessum sama skuggalega kastala, að boði Ríkarðs. Sonur hertogans af Klarens — Ríkarður varpar honum í fangelsi þegar eftir krýningu sína. Dóttir hertogans af Klarens — hún er á barnsaldri neydd til að giftast alþýðumanni, svo að hún geti ekki alið konunga. 114
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.