Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 22
Tímarit Máls og menningar
margra kynslóða á nítjándu öld; meiri stillingu, eða að minnsta kosti meiri
skilningi. Ekki telst það nein listræn nauðsyn nú á dögum, að flestar
persónur leiksins þoli grimman dauðdaga, né heldur nein meginregla í
harmleik, sem veita skuli geðhreinsun, ellegar sérkenni á skáldskap Shake-
speares. Nú er dráp aðalpersónanna fremur talið söguleg nauðsyn, eða að
minnsta kosti það sem vænta má. Jafnvel Títus Andrónikus, sem Shake-
speare samdi, eða endursamdi, sama ár og Ríkarð þriðja, er í augum nú-
tímafólks annað og meira en þau hlálegu ókjör af þarflausum hryllingi,
sem þar blöstu við rýnendum á nítjándu öld. Og þegar Títus Andrónikus
er settur á svið að hætti Péturs Brooks, þá eru áhorfendur nú á dögum vísir
til að taka blóðbaðinu mikla í fimmta þætti með jafn áköfu lófataki og
eirsmiðir, skraddarar, slátrarar og hermenn á tíð Elsabetar. Þá var þeim leik
fagnað með kosmm og kynjum. Þegar nútíma leikhúsgestir komast að
raun urn, að viðfangsefni Shakespeares eru söm við sig á vorri tíð, standa
þeir oft óvænt við hlið samtímamanna hans, eða fá að minnsta kosti færi
á að skilja þá vel. Þetta á sérstaklega við söguleikina.
Söguleikir Shakespeares bera nöfn konunga: ]óhann landlausi, Ríkarður
annar, Hinrik jjórði, Hinrik jimmti, Hinrik sjötti, Rikarður þriðji (Hinrik
áttundi er verk sem Shakespeare samdi að nokkru leyti undir lokin á bók-
menntaferli sínum, og á ekki samleið með söguleikjum hans nema að
nafninu til). I Jóhanni landlausa er fengizt við atburði í lok þrettándu ald-
ar; en að öðru leyti fjalla söguleikir Shakespeares um þá valdabarátm sem
háð var á Englandi frá lokum fjórtándu aldar þar til síðast á hinni fimmt-
ándu. Þeir renna saman í sögulega heild, sem tekur yfir heila öld, og
skiptist í langa kafla eftir stjórnendum. En þegar kaflar þessir eru lesnir í
tímaröð, gerist sú hugsun áleitin, að fyrir augum Shakespeares standi sag-
an kyrr. Hver kafli opnast og lokast í sama fari. I sérhverjum þessara
leikja fer sagan heilan hring og hverfur aftur til síns upphafs. Þessi hring-
rás, sem endurtekur sig æ hin sama, er valdaskeið konunganna hvers af
öðrum.
Sérhver af þessum miklu sögulegu harmleikjum hefst á baráttu til valda,
eða til að treysta völd. Sérhverjum þeirra lýkur á dauða konungsins og
nýrri krýningu. I sérhverjum söguleik dregur hinn löglegi einvaldur lang-
an slóða af glæpum. Hann hefur útskúfað þeim aðalsherrum, sem greiddu
honum veg til valda; hann myrðir fyrst fjendur sína, síðan fyrri fylgis-
menn; hann tekur þá af lífi, sem gætu gert kröfu til krúnunnar. En hon-
um hefur ekki tekizt að lífláta þá alla. Ungur prins hverfur heim úr út-
116