Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Síða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Síða 22
Tímarit Máls og menningar margra kynslóða á nítjándu öld; meiri stillingu, eða að minnsta kosti meiri skilningi. Ekki telst það nein listræn nauðsyn nú á dögum, að flestar persónur leiksins þoli grimman dauðdaga, né heldur nein meginregla í harmleik, sem veita skuli geðhreinsun, ellegar sérkenni á skáldskap Shake- speares. Nú er dráp aðalpersónanna fremur talið söguleg nauðsyn, eða að minnsta kosti það sem vænta má. Jafnvel Títus Andrónikus, sem Shake- speare samdi, eða endursamdi, sama ár og Ríkarð þriðja, er í augum nú- tímafólks annað og meira en þau hlálegu ókjör af þarflausum hryllingi, sem þar blöstu við rýnendum á nítjándu öld. Og þegar Títus Andrónikus er settur á svið að hætti Péturs Brooks, þá eru áhorfendur nú á dögum vísir til að taka blóðbaðinu mikla í fimmta þætti með jafn áköfu lófataki og eirsmiðir, skraddarar, slátrarar og hermenn á tíð Elsabetar. Þá var þeim leik fagnað með kosmm og kynjum. Þegar nútíma leikhúsgestir komast að raun urn, að viðfangsefni Shakespeares eru söm við sig á vorri tíð, standa þeir oft óvænt við hlið samtímamanna hans, eða fá að minnsta kosti færi á að skilja þá vel. Þetta á sérstaklega við söguleikina. Söguleikir Shakespeares bera nöfn konunga: ]óhann landlausi, Ríkarður annar, Hinrik jjórði, Hinrik jimmti, Hinrik sjötti, Rikarður þriðji (Hinrik áttundi er verk sem Shakespeare samdi að nokkru leyti undir lokin á bók- menntaferli sínum, og á ekki samleið með söguleikjum hans nema að nafninu til). I Jóhanni landlausa er fengizt við atburði í lok þrettándu ald- ar; en að öðru leyti fjalla söguleikir Shakespeares um þá valdabarátm sem háð var á Englandi frá lokum fjórtándu aldar þar til síðast á hinni fimmt- ándu. Þeir renna saman í sögulega heild, sem tekur yfir heila öld, og skiptist í langa kafla eftir stjórnendum. En þegar kaflar þessir eru lesnir í tímaröð, gerist sú hugsun áleitin, að fyrir augum Shakespeares standi sag- an kyrr. Hver kafli opnast og lokast í sama fari. I sérhverjum þessara leikja fer sagan heilan hring og hverfur aftur til síns upphafs. Þessi hring- rás, sem endurtekur sig æ hin sama, er valdaskeið konunganna hvers af öðrum. Sérhver af þessum miklu sögulegu harmleikjum hefst á baráttu til valda, eða til að treysta völd. Sérhverjum þeirra lýkur á dauða konungsins og nýrri krýningu. I sérhverjum söguleik dregur hinn löglegi einvaldur lang- an slóða af glæpum. Hann hefur útskúfað þeim aðalsherrum, sem greiddu honum veg til valda; hann myrðir fyrst fjendur sína, síðan fyrri fylgis- menn; hann tekur þá af lífi, sem gætu gert kröfu til krúnunnar. En hon- um hefur ekki tekizt að lífláta þá alla. Ungur prins hverfur heim úr út- 116
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.