Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 27
Shakespeare á vteðal vor — Vélin Mikla
Upphefðin kemur annaðhvort frá guði, eða frá þjóðinni. Blik af sverði,
fótatak varðmanna; hylling hræddra aðalsmanna; fagnaðaróp úr mann-
þröng sem smalað er saman með offorsi; og sjá: hin nýja upphefð, líka,
kemur frá guði, eða frá vilja þjóðarinnar.
Hinrik Bolbekkingur, síðar Hinrik konungur fjórði, hefur snúið heim
úr útlegð, stigið á land með her og tekið höndum Ríkarð annan, sem
lénsmenn hafa yfirgefið. Valdnámið er fullkomnað. Nú skal það löggilt.
Fyrri konungur lifir enn.
Sækið þá RíkarS; hér í augsýn allra
leggur hann niður völd, svo framtak vort
sé laust við grun.
Ríkarður kemur í fylgd varðmanna, sviptur konungsskrúða sínum. Með
honum koma aðalsmenn sem bera krúnudjásnin. Þetta gerist í þinghúsi
lávarða. Framsviðið táknar Vestminstur-höll, sem Ríkarður hefur endur-
reist með eikarþakinu fræga. Undir það hefur hann komið aðeins einu
sinni, til þess að afsala sér völdum.
Til máls tekur konungur, sviptur kórónu sinni:
Æ, hvers vegna’ er ég kvaddur fyrir konung,
fyrr en ég af mér hrist hef konungs-hugann
sem ég hef ríkt með? Lítið hef ég Iært
ennþá að smjaðra, hneigja og krjúpa á kné.
Leyfið enn minni sorg að siða mig
í undirgefni. Svipinn man ég samt
á mönnum þessum; átti ég þá ekki?
æptu þeir ekki til mín „Heill!"?
En hann fær ekki að tala lengi. Honum er rétt kórónan til þess að halda
á henni andartak og afhenda hana Hinriki. Hann hefur þegar hafnað völd-
um sínum, tekjum og sköttum. Hann hefur numið úr gildi dóma sína og
tilskipanir. Hvers geta þeir vænzt af honum frekar? „Hvað er enn eftir?“
Shakespeare vissi það:
Aðeins lesið nú
ákærur þessar, brot þau mörg og stór
sem sjálfur þér og yðar fylgifiskar
frömduð gegn þessu ríki og lands vors hag,
svo öllum megi svofelld játning sýna
hve réttmæt yðar valdasvipting var.
121