Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Síða 28
Tímarit Máls og mcnningar
Til máls tekur konungur, sviptur kórónu sinni:
Hlýt ég að gera svo? að rekja sundur
minn glappa-vef? Æ, góði jarl, ef þín
mistök öll væru skráð á skjal, hvort þætti
þér ekki blygðun að, á svona þingi,
að þylja slíka þulu?
Og enn er honum varnað margra orða. Valdasviptingin skal fullkomnuð
skjótt og afdráttarlaust. Tign konungsins verður að afmá. Hinn nýi kon-
ungur bíður. Ef fyrri konungur er ekki svikari, þá er sá nýi valdræningi.
Það er hægt að skilja ritskoðara Elsabetar drottningar.
JARLINN Á NORÐYMBRALANDI: Ljúkið nú, herra, að lesa þetta skjal.
RÍKARÐUR KONUNGUR: Ég sé það ekki; augun fyllast tárum;
þau blindast þó ei svo af söltu vatni,
að ekki sjáist svikarar í hóp.
Og ef ég beini sjónum að mér sjálfum,
lít ég þar sama svikarann og hina,
því sál mín hefur fallizt á að fletta
líkama konungs klæðum, . . .
Þegar Shakespeare snýr sögu Englands í leikrit, þjappar hann henni
saman umfram allt. Því sagan sjálf er meiri háttar leikur en einstök leik-
rit um Jóhann, Hinrikana og Ríkarðana. Stórfenglegasti leikurinn er starf
hinnar Miklu Vélar. Shakespeare getur skipað árum í einn mánuð, mán-
uðum í einn dag, í eitt mikið leikatriði, í þrjú eða fjögur tilsvör, sem fela
í sér kjarna sögunnar.
Hér eru hin miklu lokaorð valdsviptingar:
RÍKARÐUR KONUNGUR: Leyfðu mér þá að fara.
BOLBEKKINGUR: Fara, hvert?
RÍKARÐUR KONUNGUR: Hvert sem ég horfið get frá yðar augum.
BOLBEKKINGUR: Takið hann með í Turnkastala, piltar.
Miðvikudaginn næsta veljum vér
til krýningar. Þér verðið viðbúnir.
(RíkarSur annar, IV, 1)
Það líður að lokum. Aðeins einn þáttur er eftir. Hinn síðasti. En sá
þáttur verður um leið upphafið að nýjum harmleik. Hann mun fá nýtt
122