Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Síða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Síða 29
Shakespeare á meðal vor — Vélin Mikla heiti, að sjálfsögðu Hinrik fjórði. í Ríkarði öðrum kom Bolbekkingur fram sem „hollvættur"; sem hefnandi. Hann verndaði fótum troðin lög og rétt. En í sínum eigin harmleik getur hann einungis leikið hlutverk Ríkarðs annars. Hringurinn hefur lokazt. Hringrásin er að hefjast að nýju. Bol- bekkingur er kominn hálfa leið upp hinn mikla stiga sögunnar. Hann hefur verið krýndur; hann ríkir. Klæddur konungsskrúða bíður hann eftir hefðarmönnum ríkisins í Vindsór-kastala. Þeir láta ekki á sér standa. JARLINN Á NORÐYMBRALANDI: Fyrst ósk til heilla helgu ríki þínu; þá hitt, að ég til Lundúna hef sent höfuð af Salborgara, Blota, Kent og Spencer.......... BOLBEKKINGUR: Þökk sé þér, vinur, fyrir frægðardag; að fullu skal hann koma þér í hag. (Fossviður kemur) FOSSVIÐUR: Herra, ég sendi heim til Lundúna frá Oxnafurðu höfuð Bráks og Bennets; þar voru þínir verstu svikarar, sem vildu myrða þig í Oxnafurðu. BOLBEKKINGUR: Fossviður, þér skal sæmd með sanni gerð, svo sem þín heilladáð er mikils verð. (Ríkarður annar, V, 6) Það sem öðru fremur gerir þetta atriði skelfilegt, er hversu náttúrlegt það er og sjálfsagt. Eins og ekkert hafi gerzt. Eins og allt fari fram sem eðlilegur gangur mála. Nýtt valdaskeið er hafið: sex höfuð send til borg- arinnar handa hinum nýja konungi. En Shakespeare getur ekki lokið harm- leik á þennan hátt. Enn vantar smiðshöggið. Starf Vélarinnar Miklu skal sýnt í bjarma af leiftri innsæisins. Einu leiftri hárrar snilldar. Hinn nýi konungur bíður eftir einu höfði í viðbót. Því mikilvægasta. Hann hefur skipað tryggasta fylgismanni sínum að fremja morðið. Skipað — þetta er of einfalt orð. Konungar krefjast ekki glæpa; þeir einungis leyfa þá, á þann veg að þeir viti ekki af þeim sjálfir. En hverfum aftur til orða Shake- speares sjálfs. Því þarna er eitt þeirra miklu leikatriða sem sagan endur- tekur; atriði, sem samin eru eitt sinn til hlítar. I þeim er allt; sigurverk mannshjartans, og sigurverk valdsins; þar er ótti, smjaður, og „sjálft kerf- ið“. I þessu atriði tekur konungurinn ekki þátt, og ekkert nafn er nefnt. Það eru einungis orð konungsins, og tvöfalt bergmál þeirra. Þetta er eitt þeirra leikatriða, þar sem Shakespeare er trúrri lífinu en lífið sjálft. 123
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.