Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 30
Tímarit Máls og menningar
PÍRS ÚR EXTUNUM: Þú tókst vel eftir orðum kóngs: „Hvort á ég
engan vin, sem vill af mér létta þessum
lifandi geig?“ það sagði’ hann?
ÞJONN: Einmitt svona.
PÍRS ÚR EXTÚNUM: „Engan vin?“ sagði’ hann, og hann tvítók það,
tvítók með þunga reyndar.
ÞJÓNN: Rétt er það.
(Rikarður annar, V, 4)
Og nú, í sjálfu loka-atriði Ríkarðs annars, kemur þessi trúasti hinna
hollu þegna, ásamt þjónum sem bera líkkistu:
Konungur, þessa kistu læt ég geyma
þinn ótta. Varla veldur framar spjöllum
hinn voldugasti af fjendum þínum öllum;
Ríkarð af Bordó flyt ég hingað felldan.
(V,6)
Nú er það sem leiftur snilldarinnar ljómar fram. Sleppum svari kon-
ungsins; það er hversdagslegt. Hann ætlar að útskúfa Extúna-Pírsi, fyrir-
skipa virðulega útför Ríkarðs og vera sjálfur fremstur syrgjenda. Enn er
allt þetta innan vébanda hinnar Miklu Vélar, þurrlega sett fram, eins og
í miðalda-annál. En konungur lætur orð falla í einni setningu, sem boðar
það sem koma skal í Hamlet. Og raunar verður Hamlet ekki skýrður nema
í Ijósi Rtkarðs-leikritanna tveggja. Setning þessi kvikar af skyndilegum
ótta við heiminn og hans grimmu vél, sem hvorki verður um flúin né tekin
í sátt. Því hvorki eru til vondir kóngar, né góðir kóngar; kóngar eru bara
kóngar. Eða segjum á nútíma-máli: Það er einungis staða konungsins, og
svo kerfið. Sú staða veitir engu valfrelsi svigrúm. í lok harmleiksins mælir
konungur þau orð, sem fallið gám af vörum Hamlets:
Menn byrla’ ekki eitur fyrir ást á eitri.
(Ríkarður annar, V, 6)
í heimi Shakespeares er lögmál athafnanna í mótsögn við lögmál sið-
gæðisins. Sú mótsögn er mannleg örlög. Hún verður ekki um flúin.
124