Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Síða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Síða 32
Tímarit Máls og menningar í konungsættinni er hvert mannsbarn heitið eftir einhverjum sem hefur verið myrtur; um þessa höll er fiest nauðalíkt kastalanum á Helsingjaeyri. Það eru fleiri dýflissur en Danmörk. Loksins kemur sendiboðinn. ERKIBISKUPINN í JÓRVÍK: Sko, sendimaður hér! Nú hvað er títt? SENDIBOÐI: Minn herra! Frétt, sem hryggir mig að bera. ELSABET DROTTNING: Hvað líður prinsi? SENDIBOÐI: Honum heilsast vel. HERTOGAFRÚIN AF JÓRVÍK: Hver er þín frétt? SENDIBOÐI: Að Rípajarl og Grey voru sem fangar vistaðir í Pomfrett, og Tómas Vöggur. HERTOGAFRÚIN AF JÓRVÍK: Hver tók þá í hald? SENDIBOÐI: Herrarnir miklu af Glostri og Bokkinham. ELSABET DROTTNING: Af hvaða sök? SENDIBOÐI: Allt sem ég veit er allt sem ég hef sagt. En vegna hvers þeir voru fangelsaðir, þar veit ég minna en ekkert, Yðar Náð. (Ríkarður þriðji, II, 4) Áfram líður sama langa vikan, eins og sú nótt, sem flytur valdið frá hendi til handar. Áður þjappaði Shakespeare saman ellefu árum sögunnar í fáein hrottaleg leikatriði; nú sýnir hann oss klukkustundir, eina af ann- arri. Vér erum á stræti í Lundúnum. Borgarbúar hraða sér hjá; þeir eru hræddir, og fara tveir og þrír saman. Þeir hafa nýverið frétt eitthvað, þeir vita eitthvað. En þeir eru ekki kór úr fornum harmleik að skýra málavöxtu eða kveða upp vilja guðanna. Það eru engir guðir hjá Shakespeare. Það eru bara konungar, og sérhver þeirra er böðull, og fórnardýr, á víxl. Það eru líka hræddar lifandi manneskjur. Þær geta aðeins starað á hinn mikla stiga sögunnar. En örlög þeirra sjálfra velta á því, hver kemst á hæsta þrepið, eða steypist út í myrkrið. Og þess vegna eru menn hræddir. Shakespeares- leikur er ekki eins og harmleikirnir fornu, sjónleikur um siðgæði fyrir aug- um ódauðlegra guða; það eru engin forlög sem ráða afdrifum söguhetjunn- ar. Svo mikið er raunsæi Shakespeares að hann skynjar, hvenær menn ánetjast sögunni, og hvenær ekki. Sumir skapa söguna, og verða henni að bráð. Aðrir einungis telja sig skapa sögu, en þeir verða henni líka að bráð. Hinir fyrr nefndu eru konungar; hinir síðar nefndu, trúnaðarmenn kon- unganna, sem framkvæma skipanir þeirra, eru tannhjól í Vélinni Miklu. Svo er einnig þriðja tegund manna, almennir borgarar ríkisins. Stóratburð- ir sögunnar gerast á vígvöllum, í höll konungs, og í dýflissu Turnkastala. 126
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.