Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 36

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 36
Tímarit Máls og menningar Enginn veit hvað Ríkarði býr í brjósti. Enginn, nema trúnaðarmenn hans. En þeir gefa ekki um að tala. Þeir eru að bíða. Og Ráðið, þeir menn, sem allt England skelfur fyrir, þegir. HERTOGINN AF BOKKINHAM: En veit þá nokkur vilja ríkisstjórans? Hver mun hér einkum eiga trúnað hans? BISKUPINN í ELEY: Yðar Náð tel ég viti helzt hans hug. HERTOGINN AF BOKKINHAM: Hver, herra? ég? hvor þekkir annars andlit; en um hjörtun, hvað veit hann meira um mitt en ég um yðar? hvað meira ég um hans en þér um mitt? Hastingur, ykkur er mjög vel til vina. HASTINGUR: Víst þakka ég Hans Göfgi góðan hug; en ég hef ekki hlerað óskir hans um krýningu, né hefur honum þóknazt að nefna þar á neinn hátt vilja sinn. En, herrar góðir, segið til um tímann,... A þessu andartaki birtist Ríkarður. Allt þetta stórmenni vill heyra rödd hans að lokum. Þeir vilja fá að vita hvað er á seyði. Og þeir heyra hann tala: Eleyjar-biskup, síðast sem ég kom í Hólsbrún, sá ég sætleg jarðarber í yðar garði; get ég fengið nokkur? Hvar og hvenær heyrði Shakespeare grimman hlátur harðstjórans? Og hafi hann ekki heyrt hann, hvernig fékk hann þá hugboð um hann? Lítum aftur á þá menn, sem England skelfur fyrir. Þeir sitja þegjandi. Þeir forðast að líta í augun hver á öðrum. Þeir reyna að skyggna hver ann- ars hug. Umfram allt vilja þeir vita hvað hann, konungsverndarinn, er að hugsa. En hann er farinn aftur án þess að segja fleira. STANLEY: Hvað lesið þér úr ásýnd hans um hjartað af táknum þeim sem þar má sjá í dag? HASTINGUR: Að hér er honum ekki í nöp við neinn; væri svo, mætti sjá þessi merki í svipnum. STANLEY: Guð gefi að það sé rétt. Ríkarður kemur aftur. Hann hefur tekið ákvörðun. Hann veit nú þegar, hver er á báðum áttum. Hann hefur valið bráð sína. I þessu mikla ríkis- ráðs-atriði heldur Shakespeare uppi ofboðslegri spennu og leyfir ekki áhorf- 130
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.