Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 36
Tímarit Máls og menningar
Enginn veit hvað Ríkarði býr í brjósti. Enginn, nema trúnaðarmenn hans.
En þeir gefa ekki um að tala. Þeir eru að bíða. Og Ráðið, þeir menn, sem
allt England skelfur fyrir, þegir.
HERTOGINN AF BOKKINHAM: En veit þá nokkur vilja ríkisstjórans?
Hver mun hér einkum eiga trúnað hans?
BISKUPINN í ELEY: Yðar Náð tel ég viti helzt hans hug.
HERTOGINN AF BOKKINHAM: Hver, herra? ég?
hvor þekkir annars andlit; en um hjörtun,
hvað veit hann meira um mitt en ég um yðar?
hvað meira ég um hans en þér um mitt?
Hastingur, ykkur er mjög vel til vina.
HASTINGUR: Víst þakka ég Hans Göfgi góðan hug;
en ég hef ekki hlerað óskir hans
um krýningu, né hefur honum þóknazt
að nefna þar á neinn hátt vilja sinn.
En, herrar góðir, segið til um tímann,...
A þessu andartaki birtist Ríkarður. Allt þetta stórmenni vill heyra rödd
hans að lokum. Þeir vilja fá að vita hvað er á seyði. Og þeir heyra hann
tala:
Eleyjar-biskup, síðast sem ég kom
í Hólsbrún, sá ég sætleg jarðarber
í yðar garði; get ég fengið nokkur?
Hvar og hvenær heyrði Shakespeare grimman hlátur harðstjórans? Og
hafi hann ekki heyrt hann, hvernig fékk hann þá hugboð um hann?
Lítum aftur á þá menn, sem England skelfur fyrir. Þeir sitja þegjandi.
Þeir forðast að líta í augun hver á öðrum. Þeir reyna að skyggna hver ann-
ars hug. Umfram allt vilja þeir vita hvað hann, konungsverndarinn, er að
hugsa. En hann er farinn aftur án þess að segja fleira.
STANLEY: Hvað lesið þér úr ásýnd hans um hjartað
af táknum þeim sem þar má sjá í dag?
HASTINGUR: Að hér er honum ekki í nöp við neinn;
væri svo, mætti sjá þessi merki í svipnum.
STANLEY: Guð gefi að það sé rétt.
Ríkarður kemur aftur. Hann hefur tekið ákvörðun. Hann veit nú þegar,
hver er á báðum áttum. Hann hefur valið bráð sína. I þessu mikla ríkis-
ráðs-atriði heldur Shakespeare uppi ofboðslegri spennu og leyfir ekki áhorf-
130