Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Síða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Síða 37
Shakespeare á meSal vot — Vélin Mikla endum að slaka á henni andartak. Það er svo kyrrt, að menn heyrast anda. Þetta er raunar sjálf kvika sögunnar. Ríkarður talar. Vér kunnum þessi orð utanbókar: Segið mér allir, hvað þeir skulu hljóta, sem smnda á dauða minn með vítis-valdi djöfullegs norna-seiðs, og hafa sveipað líkama minn í sínum svarta galdri. Hastingur lávarður vildi ekki egna göltinn. Hastingur lávarður átti vini í Ráðinu. Hann trúði á löghlýðni. Hann var ekki mótfallinn valdnámi, en vildi að það hefði við lög að styðjast. Fyrir aðeins þrem stundum hafði hann mælt fyrir framgangi laganna. Hann neitaði að eiga hlut að því sem var hreint ofríki. Hann vildi varðveita hinztu leifarnar af skömm og heiðri. Hann var vænn maður. Það var hann. Það má vel vera, að Shakespeare hafi aldrei séð sjó, eða vígvöll, eins og ýmsir lærðir ritskýrendur halda fram. Hann var illa að sér í landafræði. Hann setur sjávarströnd á Bæheim. Próteifur stígur á skip til að komast frá Verónu til Mílanóar, og beið flæðis. Flórens er líka hafnarborg í huga Shakespeares. Og Shakespeare var ekki heldur vel að sér í sögu. I leikritum hans vitnar Ulisses í Aristóteles, og Tímon Aþeningur skírskotar til Seneku og Galenusar. Shakespeare var fá- fróður um heimspeki, vissi ekkert um hernað, ruglaði saman venjum ýmissa tímaskeiða. I Júlíusi Sesar slær stundaklukka. Þerna færir Kleópötru úr lífstykkinu. A dögum Jóhanns landlausa nota menn púður í fallbyssur. Shakespeare hafði aldrei séð haf, né orustu, né fjöll; hann kunni ekkert í sögu, Iandafræði, eða heimspeki. En Shakespeare vissi, að á þessum ríkis- ráðsfundi hlaut öðlingurinn Hastingur að taka fyrstur til máls, á eftir Ríkarði, og kveða upp dauðadóm yfir sjálfum sér. Ég heyri enn rödd hans: HASTINGUR: Kærleikur minn til yðar, herra, hlýtur að hvetja mig á þessu tigna þingi til þess að dæma; hverjir sem þeir eru, verðskulda slíkir fantar dauðadóm. Það er um seinan að bjarga höfðinu, en ekki of seint að óvirða sjálfan sig; að koma sér til að trúa á galdur, og á djöfulinn, á hvað sem er; að fallast á hvað sem er, síðustu klukkustundina áður en gengið skal í dauð- ann. 131
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.