Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Side 38

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Side 38
Tímarit Máls og menningar HERTOGINN AF GLOSTRI: Sannið þá eigin augum þennan glæp; fordæðan leynist ekki; sjáið arminn! visnaður! eins og korpinn fúa-kvistur! Já, kona Játvarðs, þetta fítons-flagð í kumpangi við skækju Sjors, það skass, þær hafa brennt mig sínum Satans-funa. HASTINGUR: Ef þetta’ er aðför þeirra, tigni herra, — HERTOGINN AF GLOSTRI: Ej? — Þú sem verndar þessa freku skækju, þú segir ef, því þú ert svikari! Höfuðið af! Við helgan Pál ég sver að hafna máltíð unz ég sé það sjálfur. Ráðkleifur! Lúfi! annist þið um það. — (Ríkarður þriðji, III, 4) Ég sé þetta fyrir mér á kvikmynd Lárensar Oliviers. Þeir horfa í gaupn- ir sér allir. Enginn límr á Hasting. Allir sem sitja næstir honum við stóra borðið, tinast frá honum, einn af öðrum. Ríkarður hrindir stól sínum til hliðar og hverfur brott. Hinir líka, hver af öðrum ýtir stól sínum til hliðar; og yfirgefur salinn. Biskupinn í Eley, sem og vinurinn trúi, Stanley lávarð- ur. Enginn hefur litið um öxl. I salnum er enginn eftir, nema Hastingur lávarður, og hinir miklu ríkis-böðlar tveir, Lúfi lávarður og herra Ríkarður Ráðkleifur. Þeir hafa brugðið sverðum. Nú þaf að löggilda glæpinn. Það hefur ekki unnizt tími til réttarhalda. En rétturinn skal hafa framgang sinn með öllum þeim tilburðum sem við eiga. Nema hvað hinn ákærði getur ekki komið fyrir rétt. Shakespeare vissi hvernig Vélin Mikla starfar. Til hvers er borgarstjórinn í Lundúnum, og dómararnir? Þá þarf einungis að sannfæra. Þeir Ríkarður og hertoginn af Bokkinham senda eftir borgarstjóranum. Hann kemur samstundis. Nei, ekki þarf að sannfæra hann. Því hann er þegar sannfærður. Hann er alltaf sannfærður. BORGARSTJÓRINN í LUNDÚNUM: Nú, þvílíkt happ! hann hlaut að eiga að deyja; og herrar góðir, þar fórst ykkur vel að kenna lymskum lýð að forðast svik. HERTOGINN AF BOKKINHAM: Ekki var þó vor ætlun að hann dæi fyrr en þér, herra, fengjuð séð hans afdrif, sem þessir vinir vorir hafa nú í góðu skyni flýtt gegn vorum vilja. 132
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.