Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Qupperneq 38
Tímarit Máls og menningar
HERTOGINN AF GLOSTRI: Sannið þá eigin augum þennan glæp;
fordæðan leynist ekki; sjáið arminn!
visnaður! eins og korpinn fúa-kvistur!
Já, kona Játvarðs, þetta fítons-flagð
í kumpangi við skækju Sjors, það skass,
þær hafa brennt mig sínum Satans-funa.
HASTINGUR: Ef þetta’ er aðför þeirra, tigni herra, —
HERTOGINN AF GLOSTRI: Ej? — Þú sem verndar þessa freku skækju,
þú segir ef, því þú ert svikari!
Höfuðið af! Við helgan Pál ég sver
að hafna máltíð unz ég sé það sjálfur.
Ráðkleifur! Lúfi! annist þið um það. —
(Ríkarður þriðji, III, 4)
Ég sé þetta fyrir mér á kvikmynd Lárensar Oliviers. Þeir horfa í gaupn-
ir sér allir. Enginn límr á Hasting. Allir sem sitja næstir honum við stóra
borðið, tinast frá honum, einn af öðrum. Ríkarður hrindir stól sínum til
hliðar og hverfur brott. Hinir líka, hver af öðrum ýtir stól sínum til hliðar;
og yfirgefur salinn. Biskupinn í Eley, sem og vinurinn trúi, Stanley lávarð-
ur. Enginn hefur litið um öxl. I salnum er enginn eftir, nema Hastingur
lávarður, og hinir miklu ríkis-böðlar tveir, Lúfi lávarður og herra Ríkarður
Ráðkleifur. Þeir hafa brugðið sverðum.
Nú þaf að löggilda glæpinn. Það hefur ekki unnizt tími til réttarhalda.
En rétturinn skal hafa framgang sinn með öllum þeim tilburðum sem við
eiga. Nema hvað hinn ákærði getur ekki komið fyrir rétt. Shakespeare
vissi hvernig Vélin Mikla starfar. Til hvers er borgarstjórinn í Lundúnum,
og dómararnir? Þá þarf einungis að sannfæra. Þeir Ríkarður og hertoginn
af Bokkinham senda eftir borgarstjóranum. Hann kemur samstundis. Nei,
ekki þarf að sannfæra hann. Því hann er þegar sannfærður. Hann er alltaf
sannfærður.
BORGARSTJÓRINN í LUNDÚNUM:
Nú, þvílíkt happ! hann hlaut að eiga að deyja;
og herrar góðir, þar fórst ykkur vel
að kenna lymskum lýð að forðast svik.
HERTOGINN AF BOKKINHAM:
Ekki var þó vor ætlun að hann dæi
fyrr en þér, herra, fengjuð séð hans afdrif,
sem þessir vinir vorir hafa nú
í góðu skyni flýtt gegn vorum vilja.
132