Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 40
Tímarit Aláls og menningar
ins tók hann upp úr annálum Halls og Holinsheds samkvæmt þáttum herra
Tómasar Mores. Ekki breytti hann eðli þess né atburðarás. Jafnvel þessu
djöfullega tiltæki með jarðarberin hafði More lýst með svotil sömu orðum.
Var Shakespeare aðeins að endurskapa, blása nýju lífi í gamla söguleiki
sem voru vinsælir á sviði í Lundúnum, svo sem Ricbardus Tertius eftir
Tómas Legge, eða Sönn saga Ríkarðs þriðja, sem enginn vissi höfund að?
Var Rtkarði þriðja einungis ætlað að vera eitt blað sögunnar, hroðalegur
þáttur úr fornum annálum Englands?
„Fyrirtaks veröld!“... En hvaða veröld? Ríkarðs þriðja? Shakespeares?
Um hvaða veröld var Shakespeare að skrifa? hvaða tímum vildi hann lýsa?
Var það veröld lénsbarúna, sem lóguðu hver öðrum á miðri fimmtándu
öld, eða kannski sá heimur, þar sem sú góða, vitra og guðhrædda drottn-
ing, Elsabet, réð ríkjum? Sú hin sama Elsabet, sem hjó af Maríu Stúart
höfuðið þegar Shakespeare hafði þrjá um tvítugt, og sendi á höggstokkinn
eina fimmtán hundruð Englendinga, þeirra á meðal ástmenn sína, ríkis-
ráðgjafa, guðfræðidoktora og lagadoktora, hershöfðingja, biskupa, háyfir-
dómara. „Fyrirtaks veröld . . .“ Eða leit Shakespeare svo á, að sagan væri
linnulaus runa af ofbeldi, endalaus fárviðris-vika, svo að einungis nauða-
sjaldan brýzt sól fram úr skýflókanum á miðjum degi með stopult veðra-
slot að morgni, eða kyrrlátt kvöld þegar elskendur faðmast og fara að sofa
undir trjánum í Ardenskógi?
. . . flýt þér úr þessu sláturhúsi,
því annars muntu fylla dauðra flokk.
(Ríkarður þriðji, IV, 1)
„Fyrirtaks veröld...“. En hvað táknaði raunar Vélin Mikla í augum
Shakespeares? Röð af kóngum að klífa hinn mikla stiga sögunnar og hrinda
hver öðrum niður? eða hrönn af heitu blóði, sem rís upp yfir höfuð og
slær augun blindu? Náttúrleg skipan fótum troðin, svo að illt klekur út
illu, hver misgjörð hrópar á hefnd, hver glæpurinn rekur annan? Eða
grimmilegt þjóðskipulag þar sem lénsmenn og herrar eigast illt við, rík-
inu er stjórnað eins og búgarði, og verður þeim sterkasta að bráð? Nakin
valdabarátta, eða ólmur sláttur mannshjartans sem ekkert hyggjuvit getur
flýtt né stöðvað, en dauður fleinn af hvössu stáli fær eitt sinn rofið að
fullu? Koldimm órofa nótt sögunnar, þar sem aldrei skímar af degi, eða
myrkur sem fyllir mannlega sál?
134