Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Qupperneq 46
Tímarit Máls og menningar
....................... og kemur loks
á góðri stund og stingur smárri nál
í gegnum virkis-vegginn! — far vel, kóngur!
(Ríkarður annar, III, 2)
Þessar hugleiðingar hófust á samlíkingunni um hinn mikla stiga sög-
unnar. Leópold Jessner setti Ríkarð þriðja upp í slíkan stiga á frægri sýn-
ingu sinni í Sjónleikahúsi Berlínar. Þessi samlíking er heimspekilega mikil-
væg og einnig er hún verkinu holl sem leikriti. Það eru engir góðir og
vondir kóngar til; það eru bara kóngar á ýmsum þrepum í sama stiga.
Nöfn konunga kunna að breytast, en alltaf er það einhver Hinrik sem
hrindir einhverjum Ríkarði niður, ellegar öfugt. Söguleikir Shakespeares
eru leikpersónur Vélarinnar Miklu. En hver er þessi Mikla Vél sem fer í
gang við skör hásætisins og allt konungsríkið er undirorpið? Vél, þar sem
tannhjólin eru bæði háttvirtir lávarðar og leigðir morðingjar; vél, sem knýr
menn til ofbeldis, grimmdar og svika; sem sífellt krefst nýrra fórna? Vél,
sem þannig starfar, að vegurinn til valda er samtímis Ieiðin til dauðans?
Vélin Mikla er í vitund Shakespeares gangur sögunnar, þar sem konung-
urinn er Drottins smurði.
Aldrei fá hafsins ólmu bylgjur þvegið
af smurðu konungs höfði heilagt balsam,
né heldur andardráttur dauðlegs manns
vikið brott þeim sem Herrann hefur sent.
(Ríkarður annar, III, 2)
Sólin gengur kringum jörðina, og ásamt henni himintunglin, plánetur
og sólstjörnur, öllum skipað í heilagt kerfi. Ollum alheimi er skipað í kerfi,
frumkröftum sköpunarverksins og kór englanna; og samskonar kerfi ræður
mannvirðingum á jörðinni. Þar eru herra og lénsmenn lénsmanna. Kon-
ungsvaldið kemur frá guði, og allt vald á jörðu er aðeins endurskin þess
valds, sem konungur hefur á hendi.
Stjörnunum, himins hveli og jarðar miðju
er sköpuð stétt og staða, braut og röð,
skipulag, tími, skylda, forgangsréttur,
föst regla og setningur um eitt og allt;
því skipar dýrðarstjarnan, sólin sjálf,
virðingarsætið háa á meðal hinna,
og máttugt auga hennar hrekur brott
140