Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Side 48
Tímarit Máls og menningar
um sólina, og saga Nýjunar-tímans er einungis mikill stigi, þar sem kon-
ungar steypast sífellt hver af öðrum af efsta þrepi niður í myrkrið. Það er
ekkert til nema Véiin Mikla, en hún er sjálf ekki annað en grimmur og
hörmulegur ærslaleikur.
Ríkarður þriðji vísar fram til Hamlets. Ríkarður annar er harmleikur
þess sem verður reynslunni ríkari. Þegar að því er komið, að konungi þeim,
sem sviptur var völdum, er hrundið niður í myrkrið, öðlast hann mikilleik
Lés konungs. Því Lér konungur er, einsog Hamlet, einnig harmleikur sam-
tímamanna Shakespeares, stjórnmála-harmleikur mannmetastefnu Nýjunar-
tímans, harmleikur um heiminn, sviptan blekkingunum. Hægt, þrep af
þrepi, gengur Lér konungur niður stigann mikla, til að kynnast allri grimmd
heimsins sem hann hafði eitt sinn stjórnað en ekki þekkt, og til að tæma
hið beiska full í dreggjar. Ríkarði öðrum er skyndilega hrundið með hrotta-
skap niður í myrkrið. En með honum hlýtur öll skipan lénsvaldsins að
hrynja. Það var ekki aðeins að Ríkarður væri sviptur völdum. Það var
sólin sem hætti að snúast kringum jörðina.
Já, spegilinn! í honum les ég helzt.
Ekki' ennþá dýpri hrukkur?! hefur sorgin
slegiS í andlit mér svo mörg þung högg
og ekki dýpri sár? O, svika-spegill!
þú smjaðrar einsog allir sem mér fylgdu
á meðan vel gekk. Var það þetta andlit,
sem veitti dag hvern tíu þúsund mönnum
vist sinnar hallar? Var það þetta andlit,
sem litið var með ofbirtu einsog sólin?
andlit, sem horfði hvasst á margan glóp,
en hneigði sig loks fyrir Bolbekkingi?
Brothættur er sá ljómi, er um það leikur:
andlitið brothaett sjálft, sem ljóminn sá.
(Hann grýtir speglinum á gólfið.)
Því þarna' er það, hrokkið í hundrað brot.
Nem, þögli kóngur, lærdóm þessa leiks, . . .
(RikarSur annar, IV, 1)
Harmleikurinn um Ríkarð annan hefur farið fram á efsta þrepinu. Meg-
in-leikatriði Ríkarðs þriðja eru sýnd á lægri þrepunum, á leið aðalpersón-
unnar upp eftir. Enginn harmleikur er án vitundar. Harmleikurinn hefst
um leið og konungurinn öðlast vitund um gang Vélarinnar Miklu. Það
getur orðið þegar hann verður henni að bráð, eða þegar hann starfar sem
142