Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Síða 50
Tímarit Máls og menningar
Þetta eru fyrstu orð Ríkarðs í þessu atriði. Anna prinsessa er sem refsinorn
í grískum harmleik, bálandi af kvöl og hatri. En Anna prinsessa veit vel
á hvílíkum tímum hún lifir. Ljóst er frá upphafi, að þetta leikatriði Shake-
speares fer fram í landi ofríkis og skelfingar, þar sem allir eru lamaðir af
ótta, og enginn er öruggur um líf sitt. Vopnaðir verðir flýja fyrir Ríkarði,
þjónarnir varpa niður kistunni. Ekkert kemur Onnu prinsessu framar á
óvart. Hún hefur séð allt:
Hvað þá? þið glúpnið! eruð allir hræddir?
Æ, ekki verður mennskum mönnum láð,. ..
Hún verður ein eftir með Ríkarði. Hún hefur misst alla sem henni voru
kærir. Nú er hún laus við óttann. Hún græmr, sárbiður, bölvar, spottar,
hæðir:
Villidýr luma á vorkunn bakvið grimmd.
Og Ríkarður svarar:
En enga’ á ég, svo ég er ekkert dýr.
Enn minnir Shakespeare oss á, að leikurinn gerist á jörðinni, þeirri
plánem sem grimmust er, og meðal manna, sem eru grimmari en óargadýr.
I því skyni að lúka reikningum sínum, leitar hann uppi yzm öfgastig ástar
og kvalar, glæps og haturs. Enn sem komið er veitir Onnu prinsessu bemr
í þessu einvígi. Ríkarður læmr sér hægt, reynir að þræta fyrir glæpi sína,
fer með lygar. Anna lætur hann gangast við þeim. Og þá fyrst, í heimi
sýndarlausum, þar sem ofbeldið er viðurkennt opinskátt, í þeim heimi þar
sem morðinginn stendur augliti til auglits við bráð sína, verður Ríkarður
ofjarl Önnu. Hann játar á sig konungsmorðið.
HERTOGINN AF GLOSTRI: Hann á það mér að þakka að búa þar;
þar átti ’hann fremur heima en hér á jörð.
ANNA PRINSESSA: Þú ættir hvergi heima nema í Víti.
HERTOGINN AF GLOSTRI: Og einum stað, ef aðeins mætti nefna.
ANNA PRINSF.SSA: Dýflissu þá!
HERTOGINN AF GLOSTRI: í þínu svefnherbergi.
Á þessu andartaki vinnur Ríkarður sinn fyrsta sigur. Meðan hann laug,
drap öllu á dreif, þrætti fyrir glæp sinn, viðurkenndi hann lögmál siðgæðis-
144