Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 52

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 52
Tímarit Máls og menningar stökkva í myrkrið, velja milli dauða og unaðar? Hugumstór var Shake- speare að láta Onnu prinsessu velja einmitt á þann veg sem hún kaus, í síðasta og eina valinu sem hún átti eftir. Ríkarður fær henni sverð sitt. HERTOGINN AF GLOSTRI: Nei, hikaðu’ ekki; Hinrik konung drap ég, en hvöt mín til þess verks var fegurð þín. Já, fljótt nú! Eg rak Játvarð unga í gegn, himneskur svipur þinn var þar í ráðum ... ANNA PRINSESSA (læmr sverðið falla til jarðar): .................. ég þrái dauða þinn, en huga mínum blöskrar böðulsverkið. Hálfri öld síðar var samið annað leikrit, þar sem maður mætir konu, er hann hafði drepið föður hennar. Faðir Símenar hafði svívirt föður Róðríks, og Róðríkur hefnir smánar föður síns. Þá hlýtur Símen að hefna föður síns og heimtar höfuð Róðríks. Allan leikinn á enda ræðast við ástin og skyldan á liprum Ijóðlínum, þar sem ströng alexandrínu-hrynjandin er aldrei rofin eitt andartak. Veröld Corneilles er lxka grimm, en hvorki hafa siðgæðis-lögmál hennar né skynsemis-lögmál verið vanvirt. Heiður, ást og lög eru enn óspjölluð. I konunga-leikritum Shakespeares er ekkert nema hamr, girnd og ofbeldi: Vélin Mikla, sem breytir böðlinum í fórnardýr og fórnardýrinu í böðul. Hetjur Corneilles eru hver annarri samboðnar og trúa á eigin verðung. Þær flækja sig ekki í efasemdum, og aldrei afmyndast svipur þeirra af ofsa. Þær lifa í traustum heimi. Það kann að vera þess vegna, að þær virðast vera fólk af annarri stjörnu. Þær reyna upp í opið geðið á áhorfendum að yfirbjóða hver aðra í göfuglyndi, en það kostar þær ekki mikið og nær ekki inn úr skinninu. Eg get ekki að því gert, að ég tek óhemjulegar samtals-glepsur Shakespeares fram yfir tigulegt málskrúð Corneilles, þar sem ástríðan er beygð undir óhagganlegar reglur málfræð- innar. ANNA PRINSESSA: HvaS berðu í hjarta þér? HERTOGINN AF GLOSTRI: Það sama og tungan talar. ANNA PRINSESSA: Ég óttast beggja brigð. HERTOGINN AF GLOSTRI: Þá brást hver karlmanns eiður. ANNA PRINSESSA: Nú skaltu byrgja brand. HERTOGINN AF GLOSTRI: Þá býður þú mér frið. ANNA PRINSESSA: Það verður leitt í ljós. HERTOGINN AF GLOSTRI: En leyfist mér að vona? 146
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.