Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 54

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 54
Tímarit Máls og menningar festa í gangi himintungla, né í náttúrunni. Konungurinn er enginn Drott- ins Smurði, og stjórnmál ekki annað en íþrótt sem miðar að því að höndla og treysta völd. Heimurinn er ámóta fyrirbæri og stormur eða fellibylur. Veikir runnar svigna til jarðar, en há tré falla, rifin upp með rótum. Lög- mál sögunnar og lögmál náttúrunnar eru hvortveggju grimm. I hjarta mannsins fæðast ástríður sem eru skelfilegar. Draumalands-myndir Nýjunar-skeiðsins vekur Shakespeare hvergi upp nema í gleðileikjum sínum. I Ardenskógi hittast elskendur, sonur fær aftur þann arf sem hann var rændur, frjálsir menn veiða og syngja, réttlátur þjóð- höfðingi heimtir völd sín að nýju. En jafnvel sæluland Ardenskógar og ákafur draumur Jónsmessunætur spillast af innri mótsögnum. Samræmi er einungis hverfult andartak í kyrrð. Sældin er meinguð bitru spotti Jakobs. Ekkert meiri háttar verk sem Shakespeare samdi fyrir 1600, á því skeiði sem fræðimenn nítjándu aldar kenndu við bjartsýni, er hægt að kalla gleði- leik nema Hinrik fjórða. I Rikarða-lzWýnmsm báðum og í hinum Hinrik- unum er sagan eina hlutverk harmleiksins. Aðalpersónan í Hinriki fjórða er Falstaff. Lénsherrarnir miklu eru enn að lóga hver öðrum. Hinrik konungur fjórði, sem var nýbúinn að steypa Ríkarði öðrum af stóli og láta myrða hann ásamt fylgismönnum hans, friðþægði ekki fyrir glæpi sína með ferð til Landsins Helga. Bandamenn þeir sem lyftu honum til valda, hafa gert upp- reisn. Hann er í þeirra augum nýr harðstjóri. Bretland hið forna og Skot- land rísa upp. Sagan hefst að nýju á sínu upphafi. En í Hinriki fjórða leikur Sagan aðeins eitt af mörgum hlutverkum leiksins. Hann fer ekki aðeins fram í konungshöllinni og í húsagörðum lénskastalanna; ekki aðeins á víg- völlum, í fangelsunum í Turni, og á stræmm Lundúna, þar sem hræddir borgarbúar hraða sér framhjá. I grennd við konungshöllina er krá, kölluð „Galtarhöfuð“, þar sem Falstaff er konungur. Inn milli þátta í harðsnúnum sögulegúm annál hefur einhvernveginn verið smeygt mögnuðum renisans- gamanleik um feitan riddara, sem ámm saman hefur ekki séð á sér hnén fyrir gífurlegri ístru. Ég tek Ríkarð annan og Ríkarð þriðja fram yfir Hinrik fjórða. Mér finnst þeir miklu djúptækari og tilþrifameiri sem harmleikir. I þeim sýnir Shakespeare vél valdsins beinlínis, án alls uppspuna og vafningalaust. Hann steypir konunglegri hátign af stóli, sviptir hana allri sjónhverfingu. Hann sér að biðröð valdhafanna, vél sögunnar ein saman, nægir til þess. I Hinriki fjórða er staðan önnur. Ríkisarfinn á fyrir sér að verða þjóðhetja, sigur- 148
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.