Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Qupperneq 54
Tímarit Máls og menningar
festa í gangi himintungla, né í náttúrunni. Konungurinn er enginn Drott-
ins Smurði, og stjórnmál ekki annað en íþrótt sem miðar að því að höndla
og treysta völd. Heimurinn er ámóta fyrirbæri og stormur eða fellibylur.
Veikir runnar svigna til jarðar, en há tré falla, rifin upp með rótum. Lög-
mál sögunnar og lögmál náttúrunnar eru hvortveggju grimm. I hjarta
mannsins fæðast ástríður sem eru skelfilegar.
Draumalands-myndir Nýjunar-skeiðsins vekur Shakespeare hvergi upp
nema í gleðileikjum sínum. I Ardenskógi hittast elskendur, sonur fær aftur
þann arf sem hann var rændur, frjálsir menn veiða og syngja, réttlátur þjóð-
höfðingi heimtir völd sín að nýju. En jafnvel sæluland Ardenskógar og
ákafur draumur Jónsmessunætur spillast af innri mótsögnum. Samræmi er
einungis hverfult andartak í kyrrð. Sældin er meinguð bitru spotti Jakobs.
Ekkert meiri háttar verk sem Shakespeare samdi fyrir 1600, á því skeiði
sem fræðimenn nítjándu aldar kenndu við bjartsýni, er hægt að kalla gleði-
leik nema Hinrik fjórða. I Rikarða-lzWýnmsm báðum og í hinum Hinrik-
unum er sagan eina hlutverk harmleiksins. Aðalpersónan í Hinriki fjórða
er Falstaff.
Lénsherrarnir miklu eru enn að lóga hver öðrum. Hinrik konungur
fjórði, sem var nýbúinn að steypa Ríkarði öðrum af stóli og láta myrða hann
ásamt fylgismönnum hans, friðþægði ekki fyrir glæpi sína með ferð til
Landsins Helga. Bandamenn þeir sem lyftu honum til valda, hafa gert upp-
reisn. Hann er í þeirra augum nýr harðstjóri. Bretland hið forna og Skot-
land rísa upp. Sagan hefst að nýju á sínu upphafi. En í Hinriki fjórða leikur
Sagan aðeins eitt af mörgum hlutverkum leiksins. Hann fer ekki aðeins
fram í konungshöllinni og í húsagörðum lénskastalanna; ekki aðeins á víg-
völlum, í fangelsunum í Turni, og á stræmm Lundúna, þar sem hræddir
borgarbúar hraða sér framhjá. I grennd við konungshöllina er krá, kölluð
„Galtarhöfuð“, þar sem Falstaff er konungur. Inn milli þátta í harðsnúnum
sögulegúm annál hefur einhvernveginn verið smeygt mögnuðum renisans-
gamanleik um feitan riddara, sem ámm saman hefur ekki séð á sér hnén
fyrir gífurlegri ístru.
Ég tek Ríkarð annan og Ríkarð þriðja fram yfir Hinrik fjórða. Mér
finnst þeir miklu djúptækari og tilþrifameiri sem harmleikir. I þeim sýnir
Shakespeare vél valdsins beinlínis, án alls uppspuna og vafningalaust. Hann
steypir konunglegri hátign af stóli, sviptir hana allri sjónhverfingu. Hann
sér að biðröð valdhafanna, vél sögunnar ein saman, nægir til þess. I Hinriki
fjórða er staðan önnur. Ríkisarfinn á fyrir sér að verða þjóðhetja, sigur-
148