Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 55

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 55
Shakespeare á meðal vor — Vélin Mikla vegarinn frá Asinkurt. Hinrik fjórði er þegar orðinn að ættjarðar-lofgjörð. Shakespeare afneitar aldrei sínum miklu gagnstæðum. Hann skipar þeim aðeins á ýmsan veg. Gegn lénsherrunum, sem koma hver öðrum fyrir kattarnef, setur hann ófreskjuna Falstaff. Herra Jón Falstaff var ekki að- eins persónutákn lífsnautnarinnar á Nýjunar-skeiðinu, tröllahláturs hennar að himni og víti, að krúnu og öllum lögum ríkisins. Riddarinn feiti býr yfir múgamanns vizku og lífsreynslu. Hann lætur ekki söguna hremma sig. Hann gerir gys að henni. Það eru tvö frábær atriði í Hinriki fjórða. Hið fyrra sýnir Falstaff sem nýbakaðan höfuðsmann í gönguliðinu ásamt mönnum sínum á leið þangað sem herinn safnast saman. Hann hefur einungis boðið út bækluðum ræflum og alls vesölum tötralýð, því allir sem áttu einhvern skilding gám keypt sig undan herskráningu. Prinsinn ungi horfir steinhissa á þennan dapur- lega her. En Falstaff svarar hinn keikasti: O seisei! fullgóðir til afsláttar, byssufóður, byssufóður; þeir fylla dysina jafn vel og þeir skárri; maður lifandi! dauðlegir menn, dauðlegir menn. (Hinrik fjórði, f. I., IV, 2) Allt þetta leikatriði gæti staðið, eins og það er, í leikriti eftir Brecht. Og ekki fyrr en það er lesið, kemur í ljós, hversu mikið Brecht hefur sótt til Shakespeares. Hitt atriðið sýnir Falstaff á vígvellinum. Hann fer með eintalið meðan hann er að svipast um eftir góðum felustað handa sér: Hvað er sæmd? Orð. Hvað felst í þessu orði, sæmd? hvað er þessi sæmd? Loft. Laglegur máldagi! Hver á hana? sá sem dó á miðvikudaginn. Finnur hann fyrir henni? nei. Heyrir hann hana? nei. Er hún þá ókennileg? já, hinum dauðu. En lifir hún þá ekki með lifendum? nei. Hví ekki? rógurinn bannar það. Þessvegna vil ég ekki snefil af henni. Sæmd er ekki annað en krotaður merkisskjöldur; og þannig lýkur mínu spurningakveri. (Hinrik fjórði, f. /., V, 1) í Hinriki fjórða eru tvö fyrirbæri á Englandi sí og æ sett hvort and- spænis öðru. Lénsherrarnir lóga hver öðrum. Prinsinn ungi rænir kaupmenn á þjóðvegum og gerir sér glaðan dag á krám með þorparalýð. Hinrik fjórði er eitt af fáum leikritum Shakespeares þar sem borið er í bætifláka. Prinsinn ungi á fyrir sér að verða vimr og frækinn konungur. En samt er broddur í siðalærdómnum. Svo virðist sem félagsskapur Falstaffs og vasaþjófanna 149
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.