Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Síða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Síða 68
Tímarit Máls og menningar unum með lykli og takið hann með yður. Komið ekki aftur fyrr en ná- kvæmlega ein klukkustund er liðin. Þegar þér opnið dyrnar, klukkan hálf fimm, færi ég yður það sem þér báðuð mig um. Faðir Espínoza samþykkti þetta með þögn og höfuðhneigingu. Hann var orðinn áhyggjufullur. Leikurinn hafði snúist upp í að vera bæði at- hyglisverður og leyndardómsfullur, og öryggið í orðum og æði mannsins verkaði á munkinn eins og góðlátleg lítilsvirðing. Espínoza leit rannsakandi um allan klefann, áður en hann fór. Erfitt yrði að komast út, eftir að dyrunum hefði verið læst. Og hvað ynnist, þótt manninum tækist það? Engin leið var að búa til rós með lit og lögun, sem hann hafði aldrei séð. Auk þess ætlaði munkurinn að standa á verði um klefann þessa klukkusmnd. Hér var ekki hægt að hafa nein brögð í tafli. Maðurinn stóð brosandi við dyrnar og beið þess að guðsmaðurinn drægi sig í hlé. Faðir Espínoza fór út, læsti dyrunum með lykli, gekk úr skugga um að vandlega væri læst, stakk lyklinum í vasann og hóf rölt í rólegheitum. Hann fór einn hring um garðinn, síðan annan, og hinn þriðja. Mínút- urnar liðu hægt, drötmðust áfram. Aldrei höfðu sextíu mínúmr klukku- stundarinnar liðið eins hægt og nú. Faðir Espínoza var einkar rólegur í upphafi. Þetta gat ekki tekist. Hann lyki upp dyrunum, þegar tíminn væri útmnninn, sem maðurinn setti, og mundi hitta hann nákvæmlega eins og hann hafði skilið við hann. Maðurinn héldi í hendinni hvorki á rósinni góðu né nokkru öðm, sem líktist henni. Og þá færi hann að reyna að afsaka sig með einhverjum undanslætti. Síðan ætlaði hann að halda dá- lítinn ræðustúf yfir manninum, og um leið yrði málið útkljáð. A því lék enginn vafi. En meðan hann gekk hvarflaði að honum spurning: Hvað ætli maðurinn hafi fyrir stafni? Spurningin vakti ugg. Maðurinn hlaut að vera að gera eitthvað, ein- hverja tilraun. En hvaða tilraun? Ahyggjur munksins fóru vaxandi. Skyldi maðurinn vera með einhver vélabrögð við hann í einhverjum sérstökum tilgangi? Espínoza nam staðar á göngunni, reyndi örskamma stund að komast að einhverri niðurstöðu og rifjaði upp fyrir sér orð og útlit manns- ins. Kannski var þetta geðveikur maður. Augu hans höfðu brunnið, þau skinu, og framkoman var frjálsmannleg og einhvern veginn ómeðvituð, tilgangur hans ... Espínoza stikaði þvert yfir garðinn og fór eftir ganginum þangað sem 162
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.