Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Síða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Síða 69
Aíaður rósarinnar klefinn var. Hann spígsporaði fyrir framan lokaðar dyrnar. Hvað ætli maðurinn sé að gera? Hann nam staðar við dyrnar á rápinu. Ekkert heyrð- ist, hvorki raddir, fótatak né annað hljóð. Hann gekk fast að hurðinni og lagði eyrað að skráargatinu. Sama þögnin. Hann hélt röltinu áfram, áhyggj- urnar uxu smám saman og skelfingin jókst. Hann var stöðugt að stytta gönguna, og að síðustu vék hann aðeins fimm eða sex skref frá dyrunum. Að lokum stóð hann grafkyrr við hurðina. Hann gat einhvern veginn ekki slitið sig frá dyrunum. Þessi andlega spenna varð að taka sem fyrst enda. Ef maðurinn mælti hvorki orð af munni né kvartaði eða gengi um gólf, var það augljóst merki þess að hann gerði ekki nokkurn skapaðan hlut, og þá yrði árangurinn enginn. Espínoza ákvað að opna dyrnar áður en umsamin klukkusmnd rynni út. Ætlun hans var að koma að manninum óvörum, þá yrði sigur hans sjálfs alger. Espínoza leit á úrið. Enn vantaði tutmgu og fimm mínútur áður en klukkan yrði hálf fimm. Espínoza lagði eyrað afmr að skráargatinu, áður en hann opnaði. Ekkert hljóð heyrðist. Hann leitaði að lyklinum í vösunum og sneri honum hljóðlaust, þegar hann stakk honum í gatið. Dyrnar lukust upp hávaðalaust. Munkurinn Espínoza leit inn og sá að maðurinn hvorki sat né stóð. Hann lá endilangur á borðinu, hreyfingarlaus, og sneri iljum að dyrunum. Þessi óvænta framkoma kom Espínoza á óvart. Hvers vegna lá maður- inn í þessum stellingum? Hann steig fram eitt skref og horfði forvitinn og óttasleginn á líkamann á borðinu. Maðurinn bærði ekki á sér. Hann hafði eflaust ekki veitt nærveru munksins neina athygli. Kannski svaf hann. Kannski var hann dáinn... Espínoza gekk skrefi nær, og þá sá hann dálítið sem gerði hann jafn stirðan og líkamann á borðinu. Það vant- aði höfuðið á manninn. Faðir Espíoza horfði á manninn fölur og fannst eins og angistin lamaði hann, starði á hann skilningslausum augum og köldum svita sló út um hann allan. Munkurinn beitti sig hörku og hélt áfram, uns hann stóð fyrir framan brjóst mannsins. Hann leit á gólfið, leitaði að höfðinu, sem vantaði, en þar fannst ekkert, ekki einu sinni blóðsletmr. Espínoza færði sig að höfuðlausum hálsinum, liðlega skornum en í raun og veru ósærðum. Hægt var að sjá rauða vöðvana og slátt æðanna. Beinin voru hvít, hrein, og heitt rautt blóð ólgaði í æðunum, án þess það rynni út, fyrir kraft einhvers hulins afls. Faðir Espínoza rétti úr sér. Hann leit snöggt í kringum sig og gáði að einhverjum ummerkjum, einhverju tákni, einhverju sem gæti fært sönnur 163
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.