Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 70
Tímarit Máls og menningar
á, hvað hafði gerst. En klefinn var með sömu ummerkjunum og þegar
hann fór úr honum. Allt var í röð og reglu, engin merki um umbrot, hvergi
neinir blóðblettir.
Espínoza leit á úrið. Nú vantaði klukkuna aðeins tíu mínútur í hálf
fimm. Hann varð að yfirgefa klefann. En honum fannst vera nauðsynlegt
að skilja eftir eitthvert sönnunargagn um dvöl sína, áður en hann færi.
Hvers konar sönnun? Honum flaug dálítið í hug. Hann leitaði í kuflinum
og dró fram langan tímprjón með stóran svartan haus og rak hann inn
í aðra il mannsins um leið og hann gekk að dyrunum.
Munkurinn læsti síðan á eftir sér með lykli og gekk burt.
Trúmaðurinn rölti órólegur um klausturgarðinn í næsm tíu mínúmr,
bæði óttasleginn og óstyrkur. Hann vildi ekki að einhver kæmist að því,
sem átti sér stað. Hann beið eftir að tíu mínútur liðu. Þegar þær væm
liðnar færi hann inn í klefann á ný, og lægi maðurinn enn í sama ástandi
ætlaði hann að trúa hinum munkunum fyrir hvað gerst hafði.
Skyldi maðurinn dvelja í svefndái, vera undir áhrifum einhvers fíkni-
lyfs eða hafa fengið eitthvert þungt andlegt áfall? Nei, það gat ekki átt
sér stað. Það sem gerst hafði til þessa var ofur einfalt: maðurinn hlaut
að hafa framið sjálfsmorð með þessum einkennilega hætti... A því lék
enginn vafi. En hvar var höfuðið? Spurningin sló munkinn út af laginu.
Og hvers vegna fannst hvergi nein blóðsletta? Espínoza ákvað að hugleiða
þetta ekki frekar, allt yrði uppvíst á sínum tíma.
Klukkan var hálf fimm. Espínoza beið fimm mínútur í viðbót. Hann
ætlaði að gefa manninum nægan tíma. Nægan tíma til hvers, ef maður-
inn var dauður? Espínoza gat ekki gert sér ljósa grein fyrir ástæðunni, en
á þessu andartaki óskaði hann næstum að manninum tækist að sanna mátt
galdranna, að öðrum kosti yrði hvaðeina einstaklega fáránlegt og sorglegt.
Maðurinn lá ekki lengur endilangur og höfuðlaus á borðinu, líkt og
fimmtán mínútum áður, þegar munkurinn Espínoza lauk aftur upp dyr-
unum. Maðurinn stóð hljóðlátur með fínlegt bros á vör andspænis munk-
inum, og hann rétti fram hægri lófann. I lófanum lá fersk rós, svipuð
litlum mildum loga: rósin úr garði nunnanna af reglu heilagrar Klöru.
Er þetta rósin, sem þér báðuð mig að færa yður?
Faðir Espínoza svaraði engu. Hann virti manninn fyrir sér. Maðurinn
var örlítið fölur og gugginn. Rauð lína lá um hálsinn, eins og nýgróið sár.
Vor Herra vill eflaust reyna þjón sinn í dag, hugsaði munkurinn.
Hann rétti fram höndina og veitti rósinni viðtöku. Þetta var sams konar
164