Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Side 71

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Side 71
Maður rósarinnar rós og þær, sem hann hafði séð útsprungnar í garðkríli nunnuklaustursins í Santíago. Liturinn var í engu frábrugðinn, lögunin sú sama, ilmurinn eins. Þeir fylgdust þegjandi úr klefanum, maðurinn og guðsmaðurinn. Sá síðarnefndi hélt á rósinni þétt í hendinni og fann ferskleika rauðu krónu- blaðanna í lófanum. Rósin var nýskorin. Munknum voru nú horfnar hugs- anir, sérhver efi og angist. Hann var einungis heltekinn stórri furðu, snar- ruglaður, og vonbrigði fyllm hjartað. Allt í einu tók hann eftir, að maðurinn haltraði. Hví stingur þú við? spurði hann. Rósin óx dálítið frá veggnum. Eg varð að stíga fæti á runnann, svo ég næði henni, og þegar ég steig rakst þyrnir inn í hælinn. Munkurinn Espínoza rak upp siguróp: A-ha! Þetta hefur þá verið eintóm tálsýn! Þú hefur aldrei komið í garð klaustursnunna heilagrar Klöru, og ekki heldur stungið þig á þyrni. Verk- urinn í fætinum stafar af títuprjóni, sem ég rak í ilina. Lyfm honum. Maðurinn lyfti fætinum og munkurinn tók í haus tímprjónsins og dró hann út. Sérðu? Hér er hvorki um að ræða þyrni né rósarunna. Þetta hefur allt verið hilling ein! Þá svaraði maðurinn: En rósin, sem þér haldið á, er hún einnig tálmynd? Þremur dögum síðar, að vakningarvikunni lokinni, héldu hetmmunk- arnir frá Osorno. Þeir riðu burt sem leið lá gegnum frumskóginn. Þeir kvöddust, föðmuðust og kysstu hver annan. Hver og einn hélt sína leið. Faðir Espínoza ætlaði að snúa aftur til Valdívía. Að þessu sinni var hann ekki einn á ferð. A dökkum hesti við hlið hans reið hávaxinn maður, þögull og fölur, kvikur með svört ljómandi augu. Þetta var maður rósarinnar. Guðbergur Bergsson þýddi úr spænsku. 165
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.