Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 71
Maður rósarinnar
rós og þær, sem hann hafði séð útsprungnar í garðkríli nunnuklaustursins
í Santíago. Liturinn var í engu frábrugðinn, lögunin sú sama, ilmurinn
eins.
Þeir fylgdust þegjandi úr klefanum, maðurinn og guðsmaðurinn. Sá
síðarnefndi hélt á rósinni þétt í hendinni og fann ferskleika rauðu krónu-
blaðanna í lófanum. Rósin var nýskorin. Munknum voru nú horfnar hugs-
anir, sérhver efi og angist. Hann var einungis heltekinn stórri furðu, snar-
ruglaður, og vonbrigði fyllm hjartað.
Allt í einu tók hann eftir, að maðurinn haltraði.
Hví stingur þú við? spurði hann.
Rósin óx dálítið frá veggnum. Eg varð að stíga fæti á runnann, svo ég
næði henni, og þegar ég steig rakst þyrnir inn í hælinn.
Munkurinn Espínoza rak upp siguróp:
A-ha! Þetta hefur þá verið eintóm tálsýn! Þú hefur aldrei komið í garð
klaustursnunna heilagrar Klöru, og ekki heldur stungið þig á þyrni. Verk-
urinn í fætinum stafar af títuprjóni, sem ég rak í ilina. Lyfm honum.
Maðurinn lyfti fætinum og munkurinn tók í haus tímprjónsins og dró
hann út.
Sérðu? Hér er hvorki um að ræða þyrni né rósarunna. Þetta hefur allt
verið hilling ein!
Þá svaraði maðurinn:
En rósin, sem þér haldið á, er hún einnig tálmynd?
Þremur dögum síðar, að vakningarvikunni lokinni, héldu hetmmunk-
arnir frá Osorno. Þeir riðu burt sem leið lá gegnum frumskóginn. Þeir
kvöddust, föðmuðust og kysstu hver annan. Hver og einn hélt sína leið.
Faðir Espínoza ætlaði að snúa aftur til Valdívía. Að þessu sinni var hann
ekki einn á ferð. A dökkum hesti við hlið hans reið hávaxinn maður,
þögull og fölur, kvikur með svört ljómandi augu.
Þetta var maður rósarinnar.
Guðbergur Bergsson þýddi úr spænsku.
165