Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 72
Guðbergur Bergsson
Manúel Rojas, Chíle
Manúel Rojas fæddist í Argentínu árið 1896, en fluttist ungur með for-
eldrum sínum til Chíle. Þaðan voru þeir ættaðir. Æskuárin í hinni auðugu
og heimsborgaralegu Argentínu urðu líklega orsök þess, að skáldið felldi
sig aldrei við neina þjóðlega hefð einhvers sérstaks lands og leyfði hvorki
landslagslýsingum né þjóðháttum að þjarma að skáldskap sínum. Málið á
verkum Rojas er einnig óbundið af málfræðilegum natúralisma, þótt per-
sónurnar tali á eðlilegan hátt. Oljóst stefnir Rojas að málfátækt. Atburðir
verka hans eru aldrei vafðir skrauti tinda Andesfjalla. Það tíðkaðist þó
allmikið í Suðurameríku, einkum á kreppuárunum. Skáldin skrifuðu breið-
ar skáldsögur og töldu það jafnvel til róttækni. Bestur breiðskálda af epíku-
gerð var Círo Alegría í Perú. Hann skrifaði bókina Veröldin er víð og
fjarlœg árið 1941, mikið verk, sem gæti verið samnefnari róttækra epíku-
skálda, sem lærðu að hafa samúð með lítilmagnanum af lestri og áhrifum
frá bandarísku skáldunum Dreiser, Dos Passos, Sinclair Lewis og Upton
Sinclair, og héldu sig þess vegna vera marxista.
Persónur skáldverka Rojas falla inn í hópinn og eru af honum komnar.
Þetta eru ekki sigurstranglegar persónur, ofurmenni í tötrum. Skáldið forð-
ast persónusköpun af þeirri gerð, sem gilti í borgaralegum bókmennmm
og sækir lífskraft sinn, spennuna, í andstæður, annaðhvort í innri andstæð-
ur persónuleikans, sálarlífsins, þversagnarinnar í lífi og háttum borgarans,
félagslega torstreim eða barátm um auðmagnið. En fjölluðu verkin um
alþýðumanninn, sótti höfundurinn spennuna í æsandi umhverfi náttúru-
hamfara, baráttuna við „hin blindu öfl“, morð eða eymd. I bókum samúð-
arskálda með lítilmagnanum — sem voru jafnan af annarri stétt en íbúar
verka þeirra — var lítilmagninn einskorðður við að vera einhver Jón
misrétti beitmr, gæddur tveimur eðlisþátmm: löngun til að sigra í lífs-
barátmnni og að fjölga mannkyninu. Persónurnar voru undantekningar-
lítið fjötraðar viðhorfum höfundarins, sviptar mannlegri vídd. Höfundur-
inn skaut skoðunum sínum undir þær eins og hækjum, og hjökkuðu þær
síðan á þeim inn í framtíð tjaldaða einhverri tegund af biblíulegum boð-
166