Tímarit Máls og menningar

Volume

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 72

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 72
Guðbergur Bergsson Manúel Rojas, Chíle Manúel Rojas fæddist í Argentínu árið 1896, en fluttist ungur með for- eldrum sínum til Chíle. Þaðan voru þeir ættaðir. Æskuárin í hinni auðugu og heimsborgaralegu Argentínu urðu líklega orsök þess, að skáldið felldi sig aldrei við neina þjóðlega hefð einhvers sérstaks lands og leyfði hvorki landslagslýsingum né þjóðháttum að þjarma að skáldskap sínum. Málið á verkum Rojas er einnig óbundið af málfræðilegum natúralisma, þótt per- sónurnar tali á eðlilegan hátt. Oljóst stefnir Rojas að málfátækt. Atburðir verka hans eru aldrei vafðir skrauti tinda Andesfjalla. Það tíðkaðist þó allmikið í Suðurameríku, einkum á kreppuárunum. Skáldin skrifuðu breið- ar skáldsögur og töldu það jafnvel til róttækni. Bestur breiðskálda af epíku- gerð var Círo Alegría í Perú. Hann skrifaði bókina Veröldin er víð og fjarlœg árið 1941, mikið verk, sem gæti verið samnefnari róttækra epíku- skálda, sem lærðu að hafa samúð með lítilmagnanum af lestri og áhrifum frá bandarísku skáldunum Dreiser, Dos Passos, Sinclair Lewis og Upton Sinclair, og héldu sig þess vegna vera marxista. Persónur skáldverka Rojas falla inn í hópinn og eru af honum komnar. Þetta eru ekki sigurstranglegar persónur, ofurmenni í tötrum. Skáldið forð- ast persónusköpun af þeirri gerð, sem gilti í borgaralegum bókmennmm og sækir lífskraft sinn, spennuna, í andstæður, annaðhvort í innri andstæð- ur persónuleikans, sálarlífsins, þversagnarinnar í lífi og háttum borgarans, félagslega torstreim eða barátm um auðmagnið. En fjölluðu verkin um alþýðumanninn, sótti höfundurinn spennuna í æsandi umhverfi náttúru- hamfara, baráttuna við „hin blindu öfl“, morð eða eymd. I bókum samúð- arskálda með lítilmagnanum — sem voru jafnan af annarri stétt en íbúar verka þeirra — var lítilmagninn einskorðður við að vera einhver Jón misrétti beitmr, gæddur tveimur eðlisþátmm: löngun til að sigra í lífs- barátmnni og að fjölga mannkyninu. Persónurnar voru undantekningar- lítið fjötraðar viðhorfum höfundarins, sviptar mannlegri vídd. Höfundur- inn skaut skoðunum sínum undir þær eins og hækjum, og hjökkuðu þær síðan á þeim inn í framtíð tjaldaða einhverri tegund af biblíulegum boð- 166
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue: 2. tölublað (01.07.1976)
https://timarit.is/issue/380990

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

2. tölublað (01.07.1976)

Actions: