Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 82

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 82
Tímarit Máls og menningar slíka viðurkenningu. Þrátt fyrir allt er ég svo bjartsýnn að halda að ýmis skáldrit íslenzkra nútímahöfunda megni að örva raunverulegan vinarhug í garð dvergþjóðar, sem á við ofurefli að etja. I annan stað hlýt ég að líta svo á, að verðlaunaveiting þessi heiðri með nokkrum hætti íslenzka alþýðumenningu eins og ég nam hana á barns- aldri í föðurhúsum og eins og ég hef verið að kynnast henni og njóta hennar allt til þessa dags hjá mörgu góðu fólki bæði í sveitum og þétt- býli. Það yrði efni í langa bók, ef reynt yrði að gera viðhlítandi grein fyrir þessari sérstæðu menningu, svo margþætt er hún og djúprætt. Eg vil einungis taka undir það sem oft hefur verið bent á, að hún sé saman slungin úr fornri norrænni lífsvizku og kristindómi eins og hann birtist með fegurstum hætti í Nýjatestamentinu, saman slungin úr sígildum bók- menntum og aldalangri reynslu kynslóðanna, innilegum tengslum þeirra við harðbýlt land, þjáningum þeirra og baráttu, gleði þeirra og sorg, hug- dirfsku þeirra og þrautseigju. Þessi alþýðumenning innrætti lotningu fyrir sjálfu sköpunarverkinu, glæddi ást á sögum og kvæðum, hvatti blásnauða menn, sem áttu öngvan kost á skólamenntun, til að afla sér af sjálfsdáð- um nokkurrar fræðslu og þekkingar. Hún kenndi það að manngildi skyldi metið meira en auður og völd, gæzka og réttlætiskennd meira en tign og frægð. Ég get um það borið að almúgafólk mótað og gagnsýrt af þessari menningu átti góðan bókakost, enda þótt það byggi einatt við slíka fátækt, að þegnar velferðarríkja svonefndra munu eiga ákaflega örðugt með að gera sér hana í hugarlund. An þessarar menningar hefði ég að öllum lík- indum aldrei reynt að setja saman bók, því að þrátt fyrir fátæktina var hún þess megnug að Ijúka upp fyrir börnum og unglingum hinum óendan- lega heimi skáldskapar og fræða. Mér verður því dimmt fyrir sjónum þegar ég hugleiði nú, með hvílíku offorsi sótt hefur verið að þessari menningu, sem flestir, ef ekki allir ís- lenzkir rithöfundar eiga mest að þakka. Fari svo fram sem horfir, mun hún varla halda velli lengi. Það eru stórveldin, böl jarðar, sem að henni hafa sótt hálfan fjórða áratug samfleytt. Þau hafa reynt með lævísum að- ferðum að orméta sterkustu stoð hennar, sjálfa hina klassísku tungu. Þau hafa gert sér mikið far um að læða eða þrengja inn í vimnd alþýðu glys- menningu sinni, prangmenningu sinni, ofbeldisdýrkun sinni og ýmsum tegundum þess lágmenningarhroða sem samvizkulausir dólgar þeirra fram- leiða til þess eins að græða fé. Aðan sagðist ég vona að íslenzkar nútímabókmenntir reyndust þess um- 176
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.