Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 82
Tímarit Máls og menningar
slíka viðurkenningu. Þrátt fyrir allt er ég svo bjartsýnn að halda að ýmis
skáldrit íslenzkra nútímahöfunda megni að örva raunverulegan vinarhug
í garð dvergþjóðar, sem á við ofurefli að etja.
I annan stað hlýt ég að líta svo á, að verðlaunaveiting þessi heiðri með
nokkrum hætti íslenzka alþýðumenningu eins og ég nam hana á barns-
aldri í föðurhúsum og eins og ég hef verið að kynnast henni og njóta
hennar allt til þessa dags hjá mörgu góðu fólki bæði í sveitum og þétt-
býli. Það yrði efni í langa bók, ef reynt yrði að gera viðhlítandi grein
fyrir þessari sérstæðu menningu, svo margþætt er hún og djúprætt. Eg vil
einungis taka undir það sem oft hefur verið bent á, að hún sé saman
slungin úr fornri norrænni lífsvizku og kristindómi eins og hann birtist
með fegurstum hætti í Nýjatestamentinu, saman slungin úr sígildum bók-
menntum og aldalangri reynslu kynslóðanna, innilegum tengslum þeirra
við harðbýlt land, þjáningum þeirra og baráttu, gleði þeirra og sorg, hug-
dirfsku þeirra og þrautseigju. Þessi alþýðumenning innrætti lotningu fyrir
sjálfu sköpunarverkinu, glæddi ást á sögum og kvæðum, hvatti blásnauða
menn, sem áttu öngvan kost á skólamenntun, til að afla sér af sjálfsdáð-
um nokkurrar fræðslu og þekkingar. Hún kenndi það að manngildi skyldi
metið meira en auður og völd, gæzka og réttlætiskennd meira en tign og
frægð. Ég get um það borið að almúgafólk mótað og gagnsýrt af þessari
menningu átti góðan bókakost, enda þótt það byggi einatt við slíka fátækt,
að þegnar velferðarríkja svonefndra munu eiga ákaflega örðugt með að
gera sér hana í hugarlund. An þessarar menningar hefði ég að öllum lík-
indum aldrei reynt að setja saman bók, því að þrátt fyrir fátæktina var
hún þess megnug að Ijúka upp fyrir börnum og unglingum hinum óendan-
lega heimi skáldskapar og fræða.
Mér verður því dimmt fyrir sjónum þegar ég hugleiði nú, með hvílíku
offorsi sótt hefur verið að þessari menningu, sem flestir, ef ekki allir ís-
lenzkir rithöfundar eiga mest að þakka. Fari svo fram sem horfir, mun
hún varla halda velli lengi. Það eru stórveldin, böl jarðar, sem að henni
hafa sótt hálfan fjórða áratug samfleytt. Þau hafa reynt með lævísum að-
ferðum að orméta sterkustu stoð hennar, sjálfa hina klassísku tungu. Þau
hafa gert sér mikið far um að læða eða þrengja inn í vimnd alþýðu glys-
menningu sinni, prangmenningu sinni, ofbeldisdýrkun sinni og ýmsum
tegundum þess lágmenningarhroða sem samvizkulausir dólgar þeirra fram-
leiða til þess eins að græða fé.
Aðan sagðist ég vona að íslenzkar nútímabókmenntir reyndust þess um-
176