Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Síða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Síða 88
Tímarit Máls og menningar léttari og húsakynni og annar aðbúnaður fólks var tekinn að breytast. Þrátt fyrir þessar framfarir var efnahagurinn enn mjög ótraustur, strit bónd- ans hafði ekki minnkað nema síður væri og heimskreppan sagði óþyrmi- lega til sín. Við sjávarsíðuna var á þessum árum að mótast það kapítalíska samfélag sem við lifum í í dag. Ráðandi öfl voru útgerðar- og verslunar- auðvald sem smám saman voru að draga til sín vinnuafl úr sveitunum. Þetta vinnuafl myndaði svo hina nýju öreigastétt, verkalýðinn sem verður enn harðar fyrir barðinu á kreppu og hagsveiflum og í kaupstaðnum blöstu þá þegar við naktar andstæður stéttasamfélagsins. En vísirinn að bæjar- samfélagi á mölinni átti sér enga sérstaka menningu. Eins og þessi stutta lýsing samfélagsins sýnir hlaut það að vera sú alþýðumenning sem lifði í sveitunum sem var ríkjandi menning samfélagsins. I verkum Olafs Jóhanns Sigurðssonar má lesa sögu íslensks samfélags allt frá síðustu aldamótum (Fjallið og draumurinn) og fram til okkar daga. Sú þjóðfélagslýsing er býsna margslungin og heildstæð þegar vel er lesið, en gegnum hana liggur eins og rauður þráður saga um þau siðferðis- legu gildi sem mannfólkið miðar líf sitt við og átök þeirra. Þetta þýðir þó ekki að sögupersónur hans hafi það helst fyrir stafni að sitja við hróka- ræður um lífsskoðanir sínar heldur gegnsýra hin siðferðislegu gildi sög- urnar sem undirrót athafna, orða og æðis. Ef stiklað er á stóru gegnum þá sögu íslensks mannlífs sem Olafur Jó- hann segir í verkum sínum er eðlilegt að staldra við í þremur áföngum: í fyrsta lagi við Fjallið og drauminn og Vorkalda jörð þar sem lýst er sam- félagi sveitanna áður en breytinga tekur þar að gæta að nokkru ráði (þeirra gætir a. m. k. ekki í lífi fátæklinga); í öðru lagi við Gangvirkið, sögu sem bregður upp skýrri mynd af þeim félagslega jarðvegi sem fyrir er þegar hernámið dynur yfir (sagan endar einmitt á þeim örlagamorgni þegar breskt hernámslið gengur á land í Reykjavík); og svo í þriðja lagi við Hreiðrið, nýjustu sögu Olafs Jóhanns sem gerist í Reykjavík síðustu ára. Þetta val þarf í sjálfu sér ekki að helgast af því að í þessum verkum hafi listræn fágun hans og fullkomnun náð hæst, það gerist sjaldan í þeim verkum sem stór eru í sniðum, heldur fremur af því að hið breiða form raunsærrar skáldsögu gefur rithöfundinum kost á að láta stef sín hljóma í öllum tilbrigðum þeirra, ef ég má grípa til líkingamáls, að sýna í fjölbreytilegum myndum átök þeirra afla sem stjórna mannlífinu við ákveðnar sögulegar aðstæður. 182
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.