Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Side 89

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Side 89
Ólafur Jóbann Sigurðsson Að lokum mun ég svo víkja að ljóðum Olafs Jóhanns og samhenginu milli þeirra og sagnagerðar hans. Það er sannarlega engin glansmynd af íslensku samfélagi sem brugðið er upp í sagnabálkinum um Herdísi Hermannsdóttur, Fjallinu og draumn- um og Vorkaldri jörð. Þar blasir við ranglát þjóðfélagsskipan sem gerir efnamönnum kleift að draga til sín arðinn af striti fátæklinga, fátæklinga sem búa við sífellda auðmýkingu af hálfu yfirvalda, kaupmanns og land- eiganda, hafa naumlega í sig og á með látlausu striti og eiga sér litla von um réttingu mála sinna og betra líf. Samt lifa draumar um skáldskap og fegurð í brjósti þessa fólks, en því fegurri sem draumarnir eru og tilfinn- ingarnar heitari er hættan meiri á að vonbrigðin annaðhvort brjáli veru- leikaskynið eða leiði menn til sjálfstortímingar. Og þótt sumir hafi næga hörku til að standast þetta líf sleppur enginn frá því ómerktur. Þannig hugsar Herdís Hermannsdóttir undir samtali við gamlan nágranna: Hvernig mundi hann hafa orðið, svipur hans, innræti hans, málfar hans og raddblær, ef hann hefði ekki búið eins og útlagi undir hrikalegustu hömrum fjalls- ins og fært hreppstjóranum fórnir áratugum saman, svo að hann mætti basla áfram á hrjóstrugri kotjörð? Hvernig mundi hann hafa orðið, ef hann hefði ekki verið dæmdur til að þola böl fátæktarinnar frá blautu barnsbeini, harðrétti hennar og linnulausan þrældóm, sparnað hennar og smámunasemi, auðmýkt hennar og niður- lægingu, vonbrigði hennar og sínagandi kvíða, ömurlegt tilbreytingarleysi hennar, arg og þras? Hvernig mundu aðrir hafa orðið, ef fátæktin, þessi þrönga dýflissa með ósýnilega veggi, hefði aldrei myrkvað sál þeirra og haldið fyrir þeim vöku? Grímur á Hausastöðum, hugsaði hún, Andrés og Jakobína, ótölulegur grúi fólks á öllum aldri hvarvetna á landinu, hvarvetna í heiminum, hvernig hefði það orðið? Og Guðmann? Móðir hennar? Hún sjálf? Gat það átt sér stað að óverðskulduð fátækt væri vilji guðs? , (Vorköld jörð, 232—233) Því ömurlega samfélagi sem birtist í Fjallinu og draumnum og Vor- kaldri jörð er vissulega vel og eftirminnilega lýst en engu að síður má til sanns vegar færa það sem einhvern tíma hefur sagt verið að sem þjóð- félaglsýsing hafi þessi sagnabálkur ekki mikið fram að færa til viðbótar við eldri lýsingar á sama þjóðfélagi og þá sérstaklega í sögum Jóns Trausta og Halldórs Laxness. Enda felst ágæti þeirra miklu fremur í því hve lif- andi myndum er þar brugðið upp af þeirri dýrð sköpunarverksins og því fagra mannlífi sem þrátt fyrir alla fátækt er líka til meðal þessa fólks. 183
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.