Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Síða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Síða 92
Tímarit Máls og menningar Eins og ég sagði eru viðhorfin til samfélagsins neikvæð og ekki hægt annað að segja en ríkjandi tónn bókarinnar sé svartsýni eða jafnvel örvænting um framtíðina. En þar með er þó ekki öll sagan sögð. I innsta eðli þeirrar aðalpersónu sem bókin segir frá, og að ég hygg í innsta eðli Olafs Jóhanns Sigurðssonar er að finna óbilandi trú á lífið og virðingu fyrir þeirri dýrð þess sem blasir við auganu, a. m. k. ef við beitum stækkunargleri bjart- sýninnar. Og þetta mundi ég þá ætla að væri kjarninn í skáldverkum Olafs Jó- hanns Sigurðssonar: virðing fyrir dýrð lífsins og ódrepandi trú á að mað- urinn muni að lokum, þrátt fyrir allt sitt villuráf, bjargast yfir þá blökku elfi lífsins með blóð í streng / sem beljar djúp milli skara, þótt farkost- urinn sé smár og veikburða, eða eins og segir í síðasta erindi kvæðisins „Að laufferjum“: Eg virði fyrir mér visnuð lauf og veit að þér komizt yfir. í þessum fáu orðum sem ég hef haft um helstu skáldverk Ólafs Jóhanns Sigurðssonar hefur eins og nærri má geta verið stiklað á stóru. Eg hef reynt að víkja að því sem mér finnst vera meginatriði í boðskap hans, erindi hans við okkur, en tíminn leyfir ekki neina úttekt eða greiningu á listrænum vinnubrögðum. Það er hverjum manni augljóst sem fer að kynna sér verk Ólafs að hann fágar og vandar með afbrigðum allt sem hann Iætur frá sér fara og einn af töframönnum íslenskrar tungu er hann. En þrátt fyrir þessa fágun og óaðfinnanlegt form margra verka hans væri ekkert fjær sanni en telja skáldskap hans stjórnast af fagurfræðilegum við- horfum. Listræn viðleitni hans þjónar ævinlega þeim tilgangi að tjá lífs- skoðanir og lífsgildi og gefa þeim líf í listrænu samhengi. Þetta á einnig við um fegurstu verk hans, ljóðin, sem mér þykja ásamt nokkrum smá- sögum um börn og unglinga hafa hreinastan tón alls þess sem Ólafur Jóhann hefur látið frá sér fara. Á nokkrum stöðum í sögum sínum hefur Ólafur Jóhann Sigurðsson vikið að svo kölluðum módernisma í bókmenntum og oftast hafnað hon- um, meira að vísu vegna neikvæðra viðhorfa módernista til mannsins en vegna ytri búnings verka þeirra en þar verður þó í reynd ekki skilið á milli. Þetta er rökrétt afleiðing af því sem hér hefur verið drepið á að Ólafur er sprottinn beint upp úr jarðvegi íslenskrar alþýðumenningar og bændasamfélags, samfélags þar sem lífið var að vísu erfitt en munur á 186
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.