Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 95

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 95
Halldór Guðjónsson Um hlustendakönnun Ríkisútvarpsins Um áramótin 1973-74 kom út fjölrituð skýrsla í þremur heftum um „Hlust- endakönnun Ríkisútvarpsins desember 1973“. Dr. Olafur R. Grímsson og Er- lendur Lárusson tryggingastaerðfræð- ingur eru skrifaðir fyrir skýrslunni. Hér á eftir fara nokkrar athugasemdir um skýrsluna og könnunina, sem að baki skýrslunnar liggur. Þessar athuga- semdir beinast eingöngu að fyrsta hefti skýrslunnar, sem ber heitið „Niðurstöð- ur og greinargerð". Stafar það af því, að seinni bindin tvö eru ekki annað en útskriftir tölvunnar, sem notuð var til að vinna úr gagnasafninu; þau eru því afar leiðinleg aflestrar, þótt í þeim megi finna nákvæmar upplýsingar, sem í fyrsta bindi eru raktar ónákvæmlega. Auk þess eru seinni bindin laukrétt, eins og tíðast er um tölvurit, og gefa því ekkert tilefni til gagnrýni. Fyrsta bindið er hins vegar ekki aðeins leiðin- legt, heldur er það líka svo morandi í vitleysum, að nákvæm gagnrýni yrði lengri en skýrslan sjálf. En svo ná- kvæma gagnrýni verðskuldar skýrslan ekki. Hér verða því aðeins rakin örfá atriði, sem lægst ber. Þess ber fyrst að geta að talnameð- ferð í skýrslunni virðist öll rétt, enda ekki ljóst hvernig hægt væri að klúðra einföldum hlutfallareikningi. Sé skýrsl- an skoðuð undir öðru sjónarhorni en sjónarhorni hlutfallareikningsins, þá er hún stórgölluð, og er alveg sama hvaða sjónarhorn er valið. Eyrsti og augljósasti galli skýrslunn- ar er sá, að hún er naumast skrifuð á islensku, né heldur á neinu máli, sem líkur eru til að höfundar eða aðrir kunni. Ef málið á skýrslunni er fyrir miskunnar sakir kallað íslenska, þá er það svo vond íslenska, að firnum og býsnum sætir. Það er varla nokkur setning í skýrslunni, sem telja má rétta. Hér á eftir fara nokkur sýnishorn úr skýrslunni. A blaðsíðu 55 stendur: „Þessar niðurstöður sýna, að þjóðin ger- ir þá meiginkröfu til sjónvarpsins, að það geri henni dagamun, þegar hvílst er frá störfum." Á blaðsíðu 59 stendur: „Einnig kjósa karlar föstudaginn meira en konur." Á blaðsíðu 46 stendur: ,3vað Ensku knattspyrnuna snertir, sker stundum hlustunin sig úr; hún er heldur hærri en alltaf og oft til samans." Ef tii vill er ekki rétt að ætlast til þess, að opinberar skýrslur sem þessi séu að öilu leyti til fyrirmyndar um ís- lenskt mál, enda eru gömul og ný for- dæmi um hið gagnstæða augljós öllum þeim ógæfusömu mönnum, sem vel eru lesnir í þessari ömurlegu bókmennta- grein. En þeir, sem borga vel fyrir gerð slíkra verka, eiga kröfu á, að þau séu ekki svo illa skrifuð, að þau séu til at- hlægis og skammar og valdi skyldules- endum andlegum kvölum umfram þær, sem efnið hlýtur að valda. En þótt allar málvillur og ambögur skýrslunnar væru leiðréttar væri hún samt illa skrifuð, hún er illa skipulögð, óskýr og orð- 189
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.