Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 95
Halldór Guðjónsson
Um hlustendakönnun
Ríkisútvarpsins
Um áramótin 1973-74 kom út fjölrituð
skýrsla í þremur heftum um „Hlust-
endakönnun Ríkisútvarpsins desember
1973“. Dr. Olafur R. Grímsson og Er-
lendur Lárusson tryggingastaerðfræð-
ingur eru skrifaðir fyrir skýrslunni.
Hér á eftir fara nokkrar athugasemdir
um skýrsluna og könnunina, sem að
baki skýrslunnar liggur. Þessar athuga-
semdir beinast eingöngu að fyrsta hefti
skýrslunnar, sem ber heitið „Niðurstöð-
ur og greinargerð". Stafar það af því,
að seinni bindin tvö eru ekki annað en
útskriftir tölvunnar, sem notuð var til
að vinna úr gagnasafninu; þau eru því
afar leiðinleg aflestrar, þótt í þeim
megi finna nákvæmar upplýsingar, sem
í fyrsta bindi eru raktar ónákvæmlega.
Auk þess eru seinni bindin laukrétt,
eins og tíðast er um tölvurit, og gefa
því ekkert tilefni til gagnrýni. Fyrsta
bindið er hins vegar ekki aðeins leiðin-
legt, heldur er það líka svo morandi í
vitleysum, að nákvæm gagnrýni yrði
lengri en skýrslan sjálf. En svo ná-
kvæma gagnrýni verðskuldar skýrslan
ekki. Hér verða því aðeins rakin örfá
atriði, sem lægst ber.
Þess ber fyrst að geta að talnameð-
ferð í skýrslunni virðist öll rétt, enda
ekki ljóst hvernig hægt væri að klúðra
einföldum hlutfallareikningi. Sé skýrsl-
an skoðuð undir öðru sjónarhorni en
sjónarhorni hlutfallareikningsins, þá er
hún stórgölluð, og er alveg sama hvaða
sjónarhorn er valið.
Eyrsti og augljósasti galli skýrslunn-
ar er sá, að hún er naumast skrifuð á
islensku, né heldur á neinu máli, sem
líkur eru til að höfundar eða aðrir
kunni. Ef málið á skýrslunni er fyrir
miskunnar sakir kallað íslenska, þá er
það svo vond íslenska, að firnum og
býsnum sætir. Það er varla nokkur
setning í skýrslunni, sem telja má rétta.
Hér á eftir fara nokkur sýnishorn úr
skýrslunni. A blaðsíðu 55 stendur:
„Þessar niðurstöður sýna, að þjóðin ger-
ir þá meiginkröfu til sjónvarpsins, að
það geri henni dagamun, þegar hvílst
er frá störfum." Á blaðsíðu 59 stendur:
„Einnig kjósa karlar föstudaginn meira
en konur." Á blaðsíðu 46 stendur:
,3vað Ensku knattspyrnuna snertir,
sker stundum hlustunin sig úr; hún er
heldur hærri en alltaf og oft til samans."
Ef tii vill er ekki rétt að ætlast til
þess, að opinberar skýrslur sem þessi
séu að öilu leyti til fyrirmyndar um ís-
lenskt mál, enda eru gömul og ný for-
dæmi um hið gagnstæða augljós öllum
þeim ógæfusömu mönnum, sem vel eru
lesnir í þessari ömurlegu bókmennta-
grein. En þeir, sem borga vel fyrir gerð
slíkra verka, eiga kröfu á, að þau séu
ekki svo illa skrifuð, að þau séu til at-
hlægis og skammar og valdi skyldules-
endum andlegum kvölum umfram þær,
sem efnið hlýtur að valda. En þótt allar
málvillur og ambögur skýrslunnar væru
leiðréttar væri hún samt illa skrifuð,
hún er illa skipulögð, óskýr og orð-
189