Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Side 96

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Side 96
Tímarit Máls og menningar mörg. Það er til dæmis ómögulegt að finna einstök efnisatriði án þess að lesa skýrsluna alla, reyndar er líka erfitt að finna einstök atriði að lestrinum lokn- um, þau renna öll saman í graut. En þetta gerir nú kannski ekkert til, lík- lega vill enginn fletta upp í einstökum efnisatriðum skýrslunnar. Annar galli á skýrslunni er sá, að hún virðist gerð án tilefnis. Ríkisútvarpinu er vafalaust nauðsyn að fylgjast lítillega með því, hvernig hlustendum og áhorf- endum geðjast dagskrárnar og efni þeirra, en þá þyrfti að endurtaka hlust- endakönnun á nokkurra vikna eða mán- aða fresti. Það væri verðugt prófverk- efni fyrir einn eða tvo þjóðfélagsfræði- nema á þriðja ári að leggja útvarpinu holl ráð um það, hvernig slíkri fram- haldskönnun væri haganlegast fyrir komið. Aðalvandinn við slíkt verkefni væri að besta upplýsingamagnið og nákvæmni þess miðað við kostnað. I könnuninni, sem gerð var, virðist engin tilraun hafa verið gerð til slikrar best- unar, obbinn af talnahrúgu skýrslunnar kemur útvarpinu að engu gagni. A blaðsíðu 16—18 er t. d. gerð grein fyr- ir því hvers vegna færri hlusta á frétta- flutning á einum tima en öðrum. Ut- varpið getur ekkert gert með slíkar or- sakaskýringar, það ræður ekki við nein- ar hugsanlegar og augljósar orsakir þess, að hlustendur eru uppteknir af öðru. Þar sem megninu af efni útvarps- ins er ekki ætlað að gera upp á milli hlustenda á neinn hátt eru allflestar töflurnar um skiptingu hlustenda í flokka eftir aldri, kyni, starfi eða bú- setu, gagnslausar. Ef til vill er útvarp- ínu rétt og skylt að beina einhverjum hluta efnis síns til 26—35 ára gamalla kvenna á Norðurlandi, en útvarpið get- ur ekki tekið tillit til þess hvort þessi hópur hlustar á sinfóníutónleika eða 190 iþróttafréttir eða kvöldvökur. Það væri að sjálfsögðu hægt að réttlæta svona talnamergð ef einhver annar aðili hefði gagn af henni, en svo er ekki í þessu tilviki. Það er ómögulegt að ímynda sér aðila, annan en Utvarpið, sem þyrfti á upplýsingum skýrslunnar að halda í einhverjum nytsamlegum tilgangi. Og skýrslan hefur ekki heldur fræðilegt gildi eins og næst verður að vikið. Þriðji og versti galli skýrslunnar er nefnilega sá, að hún hefur varla nokk- urt fræðilegt gildi nema sem víti til varnaðar, og ber þar margt til. Fyrst er það, að könnunin miðaði ekki að neinu fræðilegu marki, svo að upplýsingasafn- ið er einna líkast ósundurgreindum frí- merkjasöfnum, sem byrjandi safnarar kaupa í litlum umslögum hjá pröngur- um. Það gefur engar markverðar upp- lýsingar um íslenskt þjóðféiag, að svo og svo margir hlusta á þennan eða hinn þátt í útvarpi, það er alls ekki víst, að þeir sem hlusta, hlusti, af því að þeir hafi áhuga á því, sem fram er fært, og enn síður er víst, að áhugi, sem vera kann til staðar, eigi sér nokkrar félags- iegar orsakir. Þannig horfa væntanlega nær allir sjónvarpsáhorfendur á íþrótta- fréttir, af því þeir horfa á almennar fréttir og veðurfregnir, og það er engin ástæða til að ætla að sextugir stjórnend- ur á Isafirði hafi minni eða meiri áhuga á íþróttum en tvítugir sjómenn í Reykja- vík. Það hefði þurft að tengja stað- reyndasafnið saman, með því að kanna samhengið í svörum hvers og eins, sem spurður var. Það væri gaman að vita, hvort þeir sem hlusta á tíu á toppnum hlusta líka á sinfóníutónleika og gagn- kvæmt. Það væri líka gaman að vita, hversu margir horfa að jafnaði á alla sjónvarpsdagskrána og hvort þeir sömu hlusta á alla dagskrá hljóðvarpsins. Það er hrein sóun að leita gagna án þess að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.