Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 98

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 98
Tíðarandinn UM PÓLITÍK (EF SVO MÆTTI SEGJA) Sætt sú sem forsætisráðherra og utan- ríkisráðherra gerðu við Bretastjórn í vor um veiðar Breta í íslenzkri land- helgi mætti sennilega teljast heldur fyr- ir ofan meðallag þeirra samninga sem ríkisstjórnir vorar gera annað veifið um afsal landsréttinda. Nokkur raunhæfur árangur hefur náðst í samningnum í ein- stökum atriðum, og þessi atriði má draga út úr til að sannfæra menn um ágæti samningsins; önnur atriði eru loðin og vel fallin til túlkunar; afganginn má íela þögninni að sinni. Með öðrum orð- um: samkomulagið er vel verjanlegt í bili, með lagni: það er aðalatriði og hef- ur lengi verið samningamönnum vorum í milliríkjamálum. Hitt virðist vera þeim aukaatriði hvort veruleikinn kann að gera úr samningum þeirra hin verstu hermdarverk þegar fram líða stundir. Nú er sjálfsagt að vona að þessi samn- ingur reynist eins vel og hinir bjartsýnu stjórnmálamenn telja, en tvennt hlýtur sérstaklega að vekja ugg: I fyrra lagi sú mikla áherzla sem lögð var á þann sigur sem fólginn væri í viðurkenningu Breta á 200 mílna landhelgi (þó sú viðurkenning sé ekki fólgin í samningn- um eftir orðanna hljóðan, má víst telja að um viðurkenningu sé að ræða de facto). En auðvitað var þetta enginn sigur, því Bretum var alls ekki stætt á 192 því öllu lengur að neita um slíka viður- kenningu; þarf ekki annað en líta á stöðu Breta í landhelgismálum sjálfra þeirra til að sannfærast um það. Þá sýn- ist það heldur grunnfærnislegt að ætla að eitthvað sé unnið við það að Efnahags- bandalagið gerist samningsaðili vor í landhelgismálum eftir að samkomulagið við Breta rennur út. Saga Efnahags- bandalagsins bendir síður en svo til þess að stjórn þess sé linari í samningum en Bretastjórn. Ekki var við öðru að búast en ríkis- stjórn Islands gerði umræddan samn- ing. I rauninni er meira undrunarefni hversu lengi dróst að gera hann. Hags- munatengsl íslenzkrar borgarastéttar við Bretland og Efnahagsbandalagið eru henni svo mikilvæg að ríkisstjórn henn- ar verður jafnvel að taka á sig krók til þess að lofa Bretum að „bjarga andlit- inu“ eins og þeir segja. Og eins og nú er ástatt hlýtur hvaða stjórn sem mögu- leg er á Islandi að vera fyrst og fremst ríkisstjórn borgarastéttarinnar. Hægri- miðja; vinstri-miðja, eins og var 1971- 74; eða þá hægri-vinstri, sem margir renna nú til vonaraugum, — í höfuð- atriðum kemur það allt í sama stað nið- ur. Og óstjórnin er söm. List hins mögu- lega! Eftirmál Samningurinn við Breta var ekki lagður fyrir Alþingi, „þrátt fyrir ótví-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.