Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Síða 98
Tíðarandinn
UM PÓLITÍK
(EF SVO MÆTTI SEGJA)
Sætt sú sem forsætisráðherra og utan-
ríkisráðherra gerðu við Bretastjórn í
vor um veiðar Breta í íslenzkri land-
helgi mætti sennilega teljast heldur fyr-
ir ofan meðallag þeirra samninga sem
ríkisstjórnir vorar gera annað veifið um
afsal landsréttinda. Nokkur raunhæfur
árangur hefur náðst í samningnum í ein-
stökum atriðum, og þessi atriði má draga
út úr til að sannfæra menn um ágæti
samningsins; önnur atriði eru loðin og
vel fallin til túlkunar; afganginn má
íela þögninni að sinni. Með öðrum orð-
um: samkomulagið er vel verjanlegt í
bili, með lagni: það er aðalatriði og hef-
ur lengi verið samningamönnum vorum
í milliríkjamálum. Hitt virðist vera
þeim aukaatriði hvort veruleikinn kann
að gera úr samningum þeirra hin verstu
hermdarverk þegar fram líða stundir.
Nú er sjálfsagt að vona að þessi samn-
ingur reynist eins vel og hinir bjartsýnu
stjórnmálamenn telja, en tvennt hlýtur
sérstaklega að vekja ugg: I fyrra lagi
sú mikla áherzla sem lögð var á þann
sigur sem fólginn væri í viðurkenningu
Breta á 200 mílna landhelgi (þó sú
viðurkenning sé ekki fólgin í samningn-
um eftir orðanna hljóðan, má víst telja
að um viðurkenningu sé að ræða de
facto). En auðvitað var þetta enginn
sigur, því Bretum var alls ekki stætt á
192
því öllu lengur að neita um slíka viður-
kenningu; þarf ekki annað en líta á
stöðu Breta í landhelgismálum sjálfra
þeirra til að sannfærast um það. Þá sýn-
ist það heldur grunnfærnislegt að ætla að
eitthvað sé unnið við það að Efnahags-
bandalagið gerist samningsaðili vor í
landhelgismálum eftir að samkomulagið
við Breta rennur út. Saga Efnahags-
bandalagsins bendir síður en svo til þess
að stjórn þess sé linari í samningum en
Bretastjórn.
Ekki var við öðru að búast en ríkis-
stjórn Islands gerði umræddan samn-
ing. I rauninni er meira undrunarefni
hversu lengi dróst að gera hann. Hags-
munatengsl íslenzkrar borgarastéttar
við Bretland og Efnahagsbandalagið eru
henni svo mikilvæg að ríkisstjórn henn-
ar verður jafnvel að taka á sig krók til
þess að lofa Bretum að „bjarga andlit-
inu“ eins og þeir segja. Og eins og nú
er ástatt hlýtur hvaða stjórn sem mögu-
leg er á Islandi að vera fyrst og fremst
ríkisstjórn borgarastéttarinnar. Hægri-
miðja; vinstri-miðja, eins og var 1971-
74; eða þá hægri-vinstri, sem margir
renna nú til vonaraugum, — í höfuð-
atriðum kemur það allt í sama stað nið-
ur. Og óstjórnin er söm. List hins mögu-
lega!
Eftirmál
Samningurinn við Breta var ekki
lagður fyrir Alþingi, „þrátt fyrir ótví-